þriðjudagur, 23. mars 2010


Það fer nú varla á milli mála að ég hef svakalega gaman af mat. Og síðan að ég hætti að vera matvönd svona um 17 ára aldurinn hefur ást mín á mat bara aukist og aukist. Ég hef alltaf haft gaman af að skoða matreiðslubækur og síðan ég flutti hingað út horfi ég alveg svakalega mikið á matreiðsluþætti í sjónvarpinu. En síðan ég byrjaði að skoða nýjan lífstíl hefur þetta alveg farið út fyrir öll velsæmismörk. Ég er háð því sem er kallað "gastro porn" eða matarklám. Ég er klámhundur. Ég les uppskriftir af áfergju, horfi á feita franska bakara búa til brauð, á Nigellu baka súkkulaðibitakökur, leita að myndum og uppskriftum á netinu og fæ alveg svakalegt kikk út úr þessu. Ég veit fátt betra en að skoða myndir af fallegum mat. Við hjónin djókum oft með þetta, Dave spyr hvað ég sé að gera þegar ég er að sörfa á netinu og ég svara að ég sé bara að skoða klámið mitt. Fyrir mér er þetta ekkert ósvipað. Á meðan að ég leita að hollum og góðum uppskriftum svona fyrir daglegt brúk þá fæ ég alveg spes og nánast dónalega mikið út úr því að skoða uppskrift að þrefaldri súkkulaðiköku með hnetusmjörsostakremi og súkkulaðibráð. Að sjá myndina og lesa uppskriftina og ímynda mér hvernig best væri að baka hana. Það fer bar um mig unaðshrollur. Og það virðist vera nóg svona að mestu leyti. Ég þarf ekki að baka kökuna í alvörunni. Og snúið mér að næstu uppskrift. Djúpsteikt Snickers, anyone?

Engin ummæli: