mánudagur, 22. mars 2010



Hér er ég nýkomin heim úr vinnunni. Búin að taka snyrtilega hnútinn úr hárinu enda kominn tími á að slaka aðeins á. Ég get ekki annað verið en ánægð með lærin og mittið, allt hitt þarf að vinna meira með. Mig vantar bara nýtt á gólfið í herberginu sem við köllum "snug".

Ég eldaði svo voðalega góðan kvöldmat handa okkur Dave, flysjaði og kubbaði niður sætar kartöflur og steikti við vægan hita ásamt nokkrum sítrónusneiðum. Þegar kartöflurnar voru brúnaðar og aðeins mýktar setur maður kubbaða kjúklingabringu út á pönnuna ásamt krömdum hvítlauksgeira og smávegis rósmarín og salt og pipar. Steikja kjúllann vel og setja svo matskeið af hunangi út á pönnuna og malla í tvær mínútur. Bera á borð með annaðhvort grilluðu eða gufusoðnu grænmeti. Þessi uppskrift var aftan á auglýsingu fyrir eitthvað sem kom hingað inn um lúguna. Allt öðruvísi bragð en ég er vön að gera, maður verður svo vanur að nota sama kryddið eða sama grunnefnið að það verður oft svipað bragð af flestu sem maður eldar. En sambland af sítrónu og sætu hunangi og svo sætu kartöflunum var voðalega skemmtilegt og alveg nýtt. Ég nota reyndar oft bara gulrætur ef ég á ekki sætar kartöflur. Já, svona er það á mánudagskvöldi á þessu heimili.

4 ummæli:

Harpa sagði...

Maður er bara kjaftstopp. Bæði yfir lúkkinu og þessari gómsætu uppskrift. Ægilegur dugnaður er þetta að elda svona á mánudagskveldi!

Nafnlaus sagði...

Mmmmm stel þessari pottþétt. Ég svolítið föst í sama farinu varðandi eldamennskuna...prufa þessa um helgina. Ætla líka að prufa uppskriftina með smjörbaununum. Verst að ég hef ekki séð þær niðursoðnar hér. Það er svo tímafrekt að handera þær frá upphafi :-(
Þú ert svaka skutla á myndinni...eins og alltaf.
Love, Lína

Nafnlaus sagði...

Du er så lækker, lækker ....

Asta sagði...

fjíddfjíu, beibið baba :*