sunnudagur, 21. mars 2010
Glæsileg helgi svona að renna sitt skeið, ég gæti nú bara alveg vanist þessu djammi svona upp á nýtt. Laugardagurinn var súper dagur, ég borðaði algerlega eftir reglum og svo þegar ég hitti gamla teymið mitt á indverska veitingastaðnum var ég viðbúin og pantaði tandoori kjúkling, enga sósu, sleppti grjónum og fékk mér bara eina poppadom. Naan gat ég ekki staðist alveg en fékk mér einn fjórða af því sem vanalega væri gúffað í sig. Og svo drakk ég alveg ósköp af bacardi. Ég verð svo ægileg hress og skemmtileg af því. Ég var í jólakjólnum mínum sem er enn fínni á mér núna en þá og ég get bara ekki lýst því hvað það er gaman að vera úti á tjúttinu í pínkulitlum kjól. Ekki það að hann sé lítill á Wrexhamska mælikvarða reyndar, í samanburði við hinar tútturnar á galeiðunni var ég kappklædd. Þar var til dæmis ein í svartri blúndusamfellu og leggings sem á voru göt með jöfnu millibili frá tá að píku og í hælaskóm sem ég hélt að væru einungis fyrir drag drottingar. Geðsleg dama. Teymið mitt voru öll voða glöð að sjá mig og það var gaman að vera með þeim án þess að þurfa að vera stjórinn. Svo dansaði ég bara og hafði gaman af. Og vaknaði í morgun svona líka svínhress og alveg án nokkurrar ógleði. Ég var farin að gubba alltaf eftir einhverja drykkju, svo mikið að ég var hætt að nenna að drekka, en nú þegar ég er búin að uppgötva rommið er þetta bara allt annað líf. Gaman að því. Ég fór svo að ráðum stóru frænku, hafði tilbúið hérna djúsí lasagne sem var samt í hollara kantinum og er bara búin að haga mér eins og manneskja í allan dag. Ekkert mál. Fór með Láka á róló og ég veit ekki hvað. Svo er allt tilbúið fyrir morgundaginn; fína átfittið tilbúið í leikfimistöskunni, leikfimisfötin tilbúin til að fara í við dagsbrún, morgunmatur og hádegismatur kominn í nestisbox og lestarmiði tilbúinn í veski. Nú vantar mig bara svona fínt japanskt nestisbox og ég væri fullkomlega hamingjusöm. How cool is that?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli