sunnudagur, 28. mars 2010


Fyrsti sumardagur hér í Bretlandi rann upp bjartur og fagur og fullur af fögrum fyrirheitum. Ég hristi af mér ónotin við það að tapa klukkutíma úr lífinu og rauk niður í húsverkin. Mér finnst ægilega gaman að taka til og þrífa á sunnudagsmorgni, elda góðan mat og liggja svo í sófanum í hreinu húsi með hreina samvisku og lesa góða bók og horfa á sjónvarpið það sem eftir lifir dags. Í dag var ég sérstaklega spennt því við fórum í Dunelm Mill í gær eftir fjölskyldu "outing" laugardagsins og fjárfestum í straubretti. Hingað til hefur Dave bara sjálfur séð um að strauja vinnuskyrturnar sínar á handklæði á borðstofuborðinu og sjálf kaupi ég einungis straufrí föt. (Ég sver við allt sem er heilagt að ég kemst upp með þetta, ég held alveg örugglega að ég virki ekkert krumpnari en næsta manneskja!) En nú í þessu fjármálaumhverfi sem ég er í er ég búin að kaupa mér þónokkuð af skyrtum og buxum sem þarf að strauja og pressa enda þarf maður að "look the part". Ég hef mikla trú á því að hlutirnir séu auðveldari ef maður á réttu græjurnar; það er ekki hægt að búa til marengs án þess að eiga þeytara, maður fer ekki út að hlaupa á hælaskóm og það er ekki hægt að strauja án straubrettis. Ég setti það upp og viti menn! Ég á hérna einar fjórar svona líka þéttstraujaðar skyrtur! Glæsilegt. Dave segir að þetta sé besta straubretti sem hann hefur nokkurn tíman notað.

2 ummæli:

Einvera sagði...

Nei en glæsilegt blogg og magnaður árangur hjá þér! Vildi ath hvort ég mætti bæta hlekk frá þér yfir á mitt blogg... :)

Kv
Einvera

Einvera sagði...

:) Takk fyrir þér hefur verið addað!

Sé að við deilum uppskriftar-fetish... ég er svo nákvæmlega eins!
Gott matarklám á kvöldin! :) Gangi þér vel :0)