föstudagur, 26. mars 2010

Í gær fylltist allt af kökum og kexi í vinnunni. Svoleiðis lagað kemur mér lítið við, ég get auðveldlega látið það kjurt á borðinu. Það sem er erfitt við kex og kökur er annað fólk. "Hva? Ætlar þú ekki að fá þér? Þú getur fengið þér eina sneið er það ekki? Ji, hvað þú ert dugleg, ekki hef ég svona viljastyrk, mér finnst nú að fólk geti alveg fengið sér eina sneið, ég meina ertu ekki í ræktinni á hverjum degi? Svona, fáðu þér eina sneið!" Og ég finn vandlætinguna við hverja setningu, "hver heldur hún eiginlega að hún sé?" er fólk að hugsa. Hvað við "nei, takk" er svona erfitt að skilja? Hvers vegna þarf ég að verja það að ég ætli ekki að fá mér neitt? Hvernig dirfist fólk að ota að mér efni sem að mínu mati er eiturlyf? Og hvernig dirfist fólk að ákveða að ég sé dónaleg þegar ég kurteisislega afþakka? Mér finnst þetta hreinlega óþolandi. Og hvað gerist svo? Jú, dagur tvö , ein kemur með heimabakað og aftur byrjaði þetta, "þú ættir að fá þér kex, það er jú föstudagur" bla bla bla og ég lét undan til að virka ekki dónaleg. Og nú er ég heltekin af hugsunum um kit kat og sticky toffee pudding og lion bar og chocolate eclair og croissant og flapjacks og og og og... Eitt kex og ég veit að ég þarf að byrja að berjast aftur. Eftir að hafa verið frjáls í nokkra dag núna þarf ég að byrja slagsmálin upp á nýtt. Í nokkra daga jafnvel. Ég er semsagt búin að læra mína lexíu. Ef fólk skilur ekki bros og "nei takk" þá hætti ég bara að vera kurteis. Ég ætla að benda fólki á að á sama hátt og það myndi ekki bjóða eiturlyfjasjúklingi "bara eina línu af kóki" þá á ekki að heimta að ég taki þátt í sykuráti. Ég ,því miður, get ekki bara fengið mér eina sneið. For fuck´s sake! hvernig heldur fólk eiginlega að ég hafi orðið svona feit?! Það var ekki af "einni" sneið. Ég fór út í co-op til að ná í grjón og stoppaði við hjá kexinu, og svo í súkkulaðirekkanum og stuttlega við hjá ísnum. Og í stað þess að refsa sjálfri mér fyrir að langa til að kaupa allt þetta drasl ætla ég að hrósa sjálfri mér fyrir að sleppa því. Well done!

3 ummæli:

Asta sagði...

Ég fékk nú bara gæsarhúð að lesa síðustu línurnar.... þú er hetja :) áfram stelpa, eins og þú ert í sannleikans nafni, amen!

Hanna sagði...

Þetta er algerlega óþolandi veikleiki hjá okkur mannfólkinu, það að geta ekki bara glaðst yfir staðfestu og dugnaði annarra og láta þar við sitja. Í staðinn fyrir að yfirfæra eigin samviskubit og eiginn vanmátt yfir á þann sem "sterkari" er, ef ég má komast svo að orði. Coaching-kennari sem var hjá okkur í skólanum, í tengslum við motivation-þátt í breytingum á líferni, nefndi einmitt að athugasemdir annars fólks er stór þáttur í að hindra mann að ná markmiðinu.
Mér dettur í hug, sem mótspil, að þú ættir að spyrja fólk, hvort þau séu með þessum athugasemdum að hugsa um þínar þarfir eða þeirra? Ég get vel ímyndað mér að þetta sé ekki sagt af vondum hug, heldur hugsunarlausum hug, sem etv. veit ekki hvað liggur hjá "mér" og hvað liggur hjá "þér".
Mér finnst líka alveg sjalfsagt að þú leggir kurteisinni í svona tilfellum, það er betra að þau díli við móðgunina í smástund en þú við afleiðingarnar í marga daga.

Þú er BEST!

Knús
H

Anna Helga sagði...

rosalega er þetta flott hjá þér... mig langar mikið til að stela þessu og setja inn á bloggið mitt.

Ég lendi nefninlega ansi oft í þessu þ.e. að fólk taki það sem móðgun þegar maður segir "nei takk" og maður fær samviskubit hvort sem maður fær sér eða ekki.

Kveðja Anna Helga/ sylpha