miðvikudagur, 21. apríl 2010


Ég er á voðalega skrýtnum stað inni í hausnum á mér. Á dimmum, vondum stað. Einhverstaðar sem ég var að vona að ég myndi ekki lenda á aftur. I´m off my game and I can´t get back. Öll trixin mín, allt sem hingað til hefur svínvirkað á mig, er bara ekki að virka. Ég ákvað fyrir löngu síðan að það sem væri sérstaklega mikilvægt að ég hætti að líta á sjálfa mig sem fórnarlamb. Að ég væri ekki viljalaust verkfæri matarlystar minnar. Og það virkaði, ég tók stjórnina, var algerlega við stjórnvölinn. En mér líður akkúrat núna eins og ég bara nái engum tökum á sjálfri mér. Ég sting einhverju upp í mér og í heilanum æpi ég á sjálfa mig nei,nei, nei, nei, nei! en hendin heldur áfram að skófla upp í mig. Nánast eins og ég horfi á utan frá og ráði ekki neitt við neitt. Stjórnlaus. Hvað breyttist? Og hvað á ég að gera til að ná tökum aftur áður en enn einu sinni sitji ég eftir með 30 kíló aftur í plús? Eða jafnvel 40? Af því að það er það sem kemur til með að gerast, og það á rosalega stuttum tíma. Eins og ég hef áður bent á þá erum við að tala um að einungis 3% af fólki sem fer í megrun og léttist er enn í kjörþyngd 5 árum síðar. Og akkúrat núna? Núna líður mér eins og ég sé 97%.

7 ummæli:

Harpa sagði...

Kommon, ég hef svo mikla trú á þér. Hafðu trú á þér sjálf!

Asta sagði...

Ég fylgist með þér góðan mín.... ætlarðu að láta mig fara bara með þig á McDonalds þegar þú kemur? HAAAAAAAAA? ÞÚ ERT DÝPRI.... KAFAÐU - ég kafa með þér, elska þig eins og þú ert þegar þú ert það, 70kg, 100kg, 150kg.... en ég er ekki viss um að þú gerir það.... NÆRÐU þig, Baban mín, NÆRÐU líkama þinn og sál, þetta snýst um NÆRINGU! kafaðu eftir því hvað nærir þig :*

Hulda sagði...

já kommon svava, ég hef líka trú á þér, þú massar þetta á þrjóskunni...go svava, go svava, go svava :)

Einvera sagði...

Heyrðu já! Nú þurfum við eitthvað að sparka í rassinn á þér...!
Þú ert svo skemmtilegur penni - gaman að lesa þig og elska hreinskilnina þína!
Horfðu á myndirnar hérna til hliðar, stelpa þú varst 125 kg - sérðu munin á þér... það ætti að vera nóg fyrir þig að skoða þetta.
En hættu meðvitundarleysinu. Segðu bara hérna lesendum þínum að þú ætlir að láta okkur fá matarlistann þinn fyrir vikuna - birtan hér á blogginu! Og bannað að ljúga. Ef maður ætlar að gera það - þá borðar maður ekki súkkulaðirúsinur og álíka....
Koma svo - koma svo - koma svo -
Mátt líka senda mér póst... ef þér vantar vin í baráttunni!
svefnleysingi@yahoo.com

Nafnlaus sagði...

Hef verið að fylgjast aðeins með þér uppá síðkastið.
Mér finnst þú svo ótrulega dugleg, útpæld og einbeitt.
Líttu á þetta sem reynslu. Þú hefur áður lennt í þessu sama. Líttu til baka og hugsaðu hvað varð til þess þá að þetta gekk ekki upp. Notaðu þá reynslu núna til að snúa aftur á rétta braut.

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir hjá fyrri talsmönnum! Þú ert búin að standa þig svo vel :) Þú er mér mikil hvatning til að taka á mínum málum ..
Finndu eitthvað sem kemur þér upp úr lægðinni - mitt er t.d. að hlusta á góða tónlist sem ég get sungið og dansað með ;) Eða hitta góða vini og hlægja út í eitt ..

Þú getur líka spjallað við mig ef þú vilt blomid78@hotmail.com

Gangi þér vel :D
kv. Ásta
barattan.wordpress.com

Nafnlaus sagði...

Elsku snúlla mín, nú þarft þú spark í endan, þú getur þetta hef fulla trú á þér, settu þig í bjarta gírinn þá massar þú þetta.
kv.HH