Enginn er hann svo dimmur sá táradalur að ég sjái ekki til sólar fyrr en síðar. Ég er að kljást við smá krísu en ég verð líka að segja að þrátt fyrir andartök þar sem allt virðist ómögulegt þá veit ég alltaf að ég finn leiðina út aftur. Það sem hefur verið að angra mig; Ég er búin að vera lengi núna föst í þessari sömu þyngd. Og ég sakna svo vímunnar sem maður er í þegar maður fyrst fer í "lífstíl" og kílóin fjúka á ógnarhraða. Og þegar ég segji að það sé alveg sama hvað ég reyni, ég bara virðist ekki geta lést þá vitum við öll að ég er að ljúga. Hvað er ég oft búin að segja að ég borði of mikið um helgar? Ég æfi eins og moðerfokker alla vikuna og borða rosalega hollar 1500 kalóríur í fimm daga og fríka svo út um helgar. Þessu fylgdi gífurlegt samviskubit. Samviskubit var eitthvað sem ég var búin að banna. Og þess vegna fór mér að líða illa, þannig illa að ég leyfði sjálfri mér að haga mér á "gamla mátann" þar sem maður er hvort eð er aumingji og getur þess vegna allt eins bara borðað meira. En það sem samviskubitið leyfði mér ekki að sjá var að ég hélt alltaf áfram að æfa. Gamli mátinn hefði þýtt að ég hefði bara gefist upp á þessu öllu. En ég borðaði kex á kvöldin og var svo mætt í ræktina daginn eftir til að brenna þessum auka kalóríum. Þannig léttist maður ekki, en maður þyngist heldur ekki. Og þetta gat ég ekki séð fyrir vanlíðaninni. En þegar Dave benti mér á að ég væri ekki að haga mér á gamla mátann, þetta væri alveg ný hegðun þá rann upp fyrir mér ljós. Ég er í alvörunni breytt manneskja. Áður fyrr hefði ég ekki haldið áfram að æfa og reynt að bæta upp átið með salati hér og þar. Ég hefði bara látið undan öllum mínum djöflum og stungið mér til sunds í súkkulaðibaði. Áður fyrr væru öll kílóin 30 löngu komin aftur, en núna, ókei ég er ekki að léttast akkúrat núna, en ég þyngist heldur ekki. Og það skiptir meira máli. Ég er loksins búin að sjá og sanna fyrir sjálfri mér að mér bara getur ekki mistekist héðan í frá. Ég má verða eins döpur og niðurlút og mér sýnist en ég gefst samt ekki upp í alvörunni.
Það þýðir samt ekki að ég sé að skjótast undan ábyrgðinni með að ég þarf að taka á mataræðinu. Ég borða enn of mikið og ég haga mér alltof mikið eins og eiturlyfjasjúklingur um helgar. Og ég gerði eitt á mánudaginn sem bara má alls ekki gerast aftur. Ég laug að Dave. Ég faldi umbúðir utan af kexpakka undir kartöfluhýði og jógúrtdósum í ruslinu. Það er gamli mátinn. Kaupa þrjú súkkulaði, borða eitt á leiðinni heim, þykjast svo hafa keypt eitt handa honum og eitt handa mér. Er von að ég kalli mig eiturlyfjasjúkling. Þetta er hegðun sem bara alkar og dópistar kannast við. Hvað um það. Hvað ætla ég að gera til að laga þetta? Ég ætla að hætta að vorkenna sjálfri mér, ganga í gegnum stutt tímabil þar sem ég þarf að biðja um hjálp til að komast í gegnum fráhvarfseinkennin, og svo ætla ég bara að hlaupa, lyfta og borða 1500 góðar kalóríur sjö daga vikunnar. Ég hef alltaf sagt að þetta sé einfalt mál.
(Ástarþakkir, ástar, ástarþakkir neðst neðan úr útspörkuðu rassgatinu fyrir kveðjurnar, stuðninginn, hell ástina sem ég finn fyrir frá ykkur. Á meðan að ekkert ykkar getur gert það sem ég þarf að gera fyrir mig, þá gerir það verkefnið óneitanlega auðveldara að vita af ykkur við hliðarlínuna æpandi "áfram Svava!")
6 ummæli:
Hér er hrópað, blístrað og klappað! knús og kossar frá Dóru frænku :)
Áfram Svava!
Það eru fleiri á hliðarlínunni heldur en þú gerir þér grein fyrir. Ég fæ "læf" komment frá ótrúlegasta fólki sem fylgist með þér. Ég veit að það allt æpir núna: "Áfram Svava Rán."
Gamla dressið þitt er ákaflega stolt af þér, það máttu vita. Við vitum líka að þú finnur alltaf leið út úr þokunni og verður aldrei lengi í henni. Við erum svo hrifin af bjartsýnisröndinni þinni.
Upp á dekk skal drífa
í drekana er byrjað að hífa
stökkva framúr stæltur og glaður
æ, blessaður þegiðiu maður.
(Þetta er spes kveðja frá pabba).
Elsku Svava! Ég veit að þú ert í 3% hópnum, enda ert þú einstök. Knús.
Love, Lína
JÚ GÓ GÖRL.... og fokk McD! ;)
Þegar maður er komin á botninn er bara ein leið eftir og það er upp ;) Hún er stundum stórgrýtt en ég er vissum að saman komumst við á toppinn!
Ekki gleyma að það er eðililegur fasi hjá líkamanum að stoppa við þyngdarmissi :)
Klappaðu þér á bakið fyrir hvert smáatriði sem þú nærð að gera rétt og vel .. og þau eru svo mörg ;)
Þú getur þetta og ég segi það enn og aftur þú ert mér hvatning að standa mig betur.
Góða helgi
-Ásta
barattan.wordpress.com
Skrifa ummæli