mánudagur, 19. apríl 2010
Stætó kom of seint í morgun sem þýddi að ég náði ekki lestinni til að mæta í rækt í morgun. Og ég er í fríi á morgun til að fara til læknis. Eftir laugardag þar sem ég úðaði í mig grilluðum kjúkling og drakk bjór í lítravís og svo sunnudag sem sá mig klára upp undir 2 lítra af ís með hnetusmjöri og góð 2 kíló af "tiger chest" brauði og núna tvo daga í órækt geri ég fyllilega ráð fyrir að kílóið sem hvarf á laugardag sé nú búið að koma sér makindalega aftur fyrir á mallakút. Svona er þetta, maður uppsker sem maður sáir. Ég er enn í vigtunarbanni og ætla að reyna aftur að reiða mig bara á skynsemina í sjálfri mér. Það sem ég þarf að taka á og hef verið að reyna að ná tökum á núna lengi er helgarneyslan. Þetta er eitthvað sem ég er búin að skrifa um og hugsa um lengi en virðist enn ekki alveg geta stjórnað. Nú ætla að ég velta þessu aðeins meira fyrir mér og koma upp með gott plan. Mér hefur tekist það hingað til að koma upp með plön sem virka og ég get ekki séð afhverju þetta ætti að vera eitthvað öðruvísi. Mig grunar að ég sé fórnarlamb eigin velgengni. Ég er orðin allt of hrokafull og þarf að taka aðeins á því. Ég segi orðið aðeins of oft; "ég byrja bara aftur á morgun." Ég þarf að láta daginn í dag vera aðalmálið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli