föstudagur, 30. apríl 2010

Ég sit hérna með snyrtilegt tagl í sléttuðu hárinu, í svakalega smart kjól úr puppytooth efni, með snyrtilega dag málningu á andlitinu. Fyrirlesturinn tilbúinn og ég get farið með hann nokkurnvegin án þess að líta á blaðið, og ég er með tilbúin svör við hvaða spurningu sem er. Ég held að það sé lítið meira sem ég get gert til að undirbúa mig. Nú er bara að krossa fingur. Mikið svakalega verð ég svekkt ef ég fæ ekki þessa vinnu.

Að öðru leyti er allt fínt hérna. Löng helgi framundan með ýmiskonar skemmtilegu plönuðu og allt snýst það um að halda mataræðinu í sama fari og það hefur verið þessa vikuna. Veðrið búið að vera sumarlegt undanfarna daga og vonandi að það haldi yfir helgi. Meira á morgun.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tu tu

raritet

Asta sagði...

KOMA SOOOOOOOOOO

Guðrún sagði...

Nú líður mömmu eins og að litla stelpan sín sé að fara í þungt próf. Smá magaherpingur. Gangi þér vel, Dabbílóin mín!

Nafnlaus sagði...

Knús....þú veist að þú ert æði.
tu.tu....
Góða helgi,
Lína

Nafnlaus sagði...

Everything is very open with a precise clarification of the challenges.
It was truly informative. Your website is very helpful.
Thank you for sharing!

My page: anti cellulite treatment