laugardagur, 1. maí 2010
Þetta gekk bara ljómandi vel í gær, ég svaraði öllum spurningum greiðlega og flestum án nokkurra vandkvæða. En maður veit aldrei. Eitt veit ég að það var ólíkt skemmtilegra að sitja þarna og bara hafa áhyggjur af að koma vel fyrir en ekki líða eins og maður þyrfti að vera helmingi betri en allir aðrir til að bæta upp fyrir að vera helmingi feitari en allir aðrir. Það er svo ekki löng bið, þau ætla að láta fólk vita á þriðjudag. Og þá er víst best að vera með áætlun tilbúna svona ef þetta fer ekki eins og best væri og ég fer eitthvað að eygja snickers til að lina þjáningarnar. Ég léttist nefnilega um 1.8 þessa viku og hef engan áhuga á að skemma þetta momentum sem ég er í núna. Sama gildir um þessa helgi. Ég ætla að telja kalóríur af kappi um helgina til að passa að það fari ekkert í rugl þó ég sé í fríi. Lúkas er í sleepover í kvöld og ég og Dave ætlum að nota tækifærið og skella okkur á hverfispöbbinn þannig að ég þarf að gera ráð fyrir fljótandi kalóríum og svo er sunnudagur á morgun. Ég er búin að leyfa sunnudögum að vera frjáls máltíð allan daginn í staðinn fyrir að hafa bara eitt blow-out. Nú verður það tekið aftur fyrir. Það er kominn tími núna til að byrja að léttast aftur, ég er búin að vera stopp nógu lengi. Ég segji nefnilega og stend við það; nothing tastes as good as skinny feels.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
I am really surprised by the quality of your constant posts.You really are a genius, I feel blessed to be a regular reader of such a blog Thanks so much..অনলাইন ইনকাম ���� font copy and paste
ব্যবসা কি? কাকে বলে?
গ্রাফিক্স ডিজাইন
টিউবমেট অ্যাপস
? ওয়েব হোস্টিং কী
কিভাবে একটি ব্লগ তৈরি করবেন
Skrifa ummæli