þriðjudagur, 6. apríl 2010


Ég tók mitt lengsta og harðasta hlaup hingað til í morgun. 1.5 incline, 8.5 km/klst og þrír 30 sekúnda 10 km/klst sprettir, 25 mínútur allt í allt. Það lak af mér svitinn og ég fór í 10 mínútur á cross trainer (er það skíðavél á íslensku?) bara til að kæla mig niður. Ég er farin að hafa smá áhyggjur af að hlaupin séu að taka yfir lyftingum í uppáhaldi þau eru svo skemmtilegt. Hitt er svo að ég er í hálfgerðum vandræðum með íþróttafötin mín, ég á bara tvenna shock absorber brjóstahaldara og það er útilokað fyrir mig að æfa í neinu öðru án þess að skaða mig og aðra í kringum mig. Og svo eru allar joggingbuxur orðnar of víðar (jebb, of víðar!) og það er útilokað að hlaupa í víðum buxum. Ég nota þessvegna þessar leggings sem ég keypti sem tískufatnað en aftur á bara tvennar þannig að þvottavélin bara hefur ekki undan. En það er með að fara í ræktina eins og allt annað; ég vil eiga flottan búning. En einar Nike hlaupabuxur kosta nú bara 20-30 pund! Ruglið.

Ein kjellingin sem er í ræktinni er alltaf að kvarta við mig undan einum kallinum sem hún segir að sé svo vond svitafýla af. Mér finnst þetta nú bara hálfvandræðalegt. Hún kemur á hverjum degi og er bara eitthvað svona að pusast, gerir aldrei neitt, ekki nema vona að hún svitni ekki. Kallinn er á fullu allan tímann og ekki nema von að hann svitni. Svo er náttúrulega bara mismunandi lykt af fólki. Það er reyndar alveg rétt hjá henni, það er vond lykt af honum en mér líður bara illa þegar hún er að væla þetta við mig því ég er rennandi blaut af svita og þó ég segji að það sé hreinn sviti og engin lykt þá er ég kannski ekki dómbær um það. Er hún kannski að reyna að segja mér að hætta að svitna svona? Ég sé nú lítinn tilgang í að mæta ef maður svitnar ekki. Maður bræði mörinn og hann lekur út sem sviti. Það held ég nú.

3 ummæli:

fangor sagði...

þú ert ofurkona! til hamingju með árangurinn

Einvera sagði...

Þakkaðu guði fyrir að eiga ekki heima á Íslandi, þar sem að almennilegar buxur til að hlaupa í eru ekki til undir 12 þús kallinum!! Segiþað!
Ég hljóp líka í leggings... eins og þú, þær eru ekki samt ekki nógu góðar! Ég þarf að versla mér eitthvað til að hlaupa í!

Nafnlaus sagði...

Það er svo gott að svitna...algjörlega hluti af þessu. Mér finnst bara kúl að svitna mikið. Ég dáist alltaf af þeim sem eru rennandi blautir af svita í ræktinni. Set það í samhengi við að vera duglegur.
Love, Lína

PS Einvera: frétti af ódýrum og góðum hlaupabuxum í íþróttaverslun í Ármúla. Man ekki nafnið. Mér finnst þvílíkur munur að vera í góðum hlaupabuxum.