miðvikudagur, 19. maí 2010

Ég setti komment hjá Röggu Nagla um daginn og hún kommentaði tilbaka þar sem hún var að velta fyrir sér afhverju ég hef staðið í stað að undanförnu. Ég varð uppnumin og ofboðslega æst; nú myndi atvinnumanneskja í lífstíl segja mér "töfralausnina"! "Já, Svava mín, ef þú borðar súkkulaðikökuna á undan pizzunni þá léttistu um 12 kíló í svefni. Eða; Já, Svava mín ef þú snýrð þér undan vindi á meðan þú borðar heilt kíló af ristuðu brauði með smjöri þá rennur af þér spikið." O.sv.frv. Þetta er nú meiri andskotinn. Eftir rúmt ár þar sem ég hef séð ljósið er ég enn innst inni að vonast eftir töfralausn þar sem ég borða sykur í tonnavís. Ég veit vel afhverju ég stend í stað; það er af því að ég borða of mikið um helgar. Ég er 95 kíló á laugardagsmorgni, á mánudegi er ég 97.5 og svo er ég alla vikuna með damage control að ná þessu aftur af mér. Einfalt ekki satt? Ég hef alltaf sagt að þetta sé einfalt. Auðvelt? Nei, ekki svo mikið. Og þangað til ég tek í rassgatið á mér og laga helgarnar bara get ég ekki kvartað. Ef ég ætla að hafa þetta svona, nú þá verð ég líka að taka því að ég léttist ekki. Ef hinsvegar mig langar til að léttast meira þá verð ég að finna lausn á þessu helgarsukki. Nú er að ákveða sig. Hvort langar mig í meira, snickers eða 70 kíló? Mitt er valið.

3 ummæli:

ragganagli sagði...

Ég sé ýmislegt annað athugavert við mynstrið hjá þér en bara helgarnar þó þær hafi líklega stór áhrif á að skórinn er hlandblautur.

Þú ert að borða langt undir fitutapshitaeiningum fyrir þína þyngd

það er mun betra að miða við þyngd í útreikningum á kolvetnum, fitu, prótini frekar en prósentur.

Líkaminn venst ákveðnum fjölda hitaeininga + hreyfingu svo það er mikilvægt að skipta reglulega um plan í æfingum og mataræði og prófa annað magn kolvetna, fitu.

eftir langan tíma í niðurskurði staðna allir - þá er tími kominn á viðhaldsfasa til að endurræsa fitutapshormón.


Vona að þetta gagnist eitthvað.

Fylgist með þér á hliðarlínunni.

P.S mér finnst bloggið þitt dásamlega skemmtilegt, Ég er búin að liggja yfir því síðan um helgina. Þú kemst svo skemmtileg að orði með allar þessar pælingar og hugsanir sem fara í gegnum hausinn á okkur öllum. Má ég setja link á þig á síðuna mína?

murta sagði...

Linkaðu eins og þig lystir, ég hef bara gaman af því :)

Guðrún sagði...

Þegar ég var ung (yngri) dreymdi mig um að vigtin mín sýndi ekki bara hversu þung ég væri heldur segði hún mér hvað ég ætti að borða þann daginn til þess að fá örugglega öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnaðit og/eða til þess að geta lést eða þyngst ef svo bar undir.
Ætli það hafi enginn fundið þessa vigt upp ennþá?