laugardagur, 22. maí 2010

Ætli að það sé ekki bara hátt í þrjátíu stiga hiti hér í dag og hver getur verið fúll í svona veðri? Fúll af því að enn eina vikuna stend ég í stað. En ef satt skal frá segja þá bara nenni ég ekki að pæla í þessu í dag. Er eiginlega komin með upp í kok af kalóríum, próteini, brennsluæfingum, fjölómettuðum fitusýrum og skynsemi. Ég ætla ekki að hugsa um þetta í eina sekúndu í dag, hlaupa í 5 kílómetra kapphlaupi á morgun, borða svo einn lakkríspoka og svooo skal ég ákveða hvað ég geri næst. Góðar stundir.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég verð að heyra í þér eftir hlaupið!