laugardagur, 15. maí 2010


Í dag er FA Cup Final day, sá sjötti sem ég upplifi hér í Bretlandi. Alltaf skemmtileg stemmning og að sjálfsögðu höldum við með Pompey í dag. Við Lúkas ætlum reyndar að fara út að leika á meðan leiknum sjálfum stendur svona til þessa að leyfa Dave að njóta þess að horfa í friði. Það er svo fínt veður, enda segir í leikreglunum að veðrið eigi að vera gott á cup final day, þannig að við skellum okkur í stúss útivið. Á morgun ætlum við svo að fara á Wrexham Food Festival en ég er ekki alveg með á hreinu að það sé góð hugmynd. (Sér í lagi af því að enn stend ég í stað. Ég bara virðist ekki komast úr 95. Mikill pirringur í gangi núna.) Þar verða samankomnir lókal framleiðendur og hægt að kaupa djúsí, lífrænan mat, allt framleitt hér í nágrenninu. Þannig að matnum fylgja engar ferðamílur sem er að sjálfsögðu bara gott mál, maður styður við litlu framleiðendurnar frekar en að gera Tesco og Asda ríkara og svo er þetta svo ofboðslega gaman. Allir í svo góðu skapi, matur í lange baner sem er svo fallegur, tónlist og matur sem er svo fallegur og skemmtiefni og svo fallegur matur. Það sem fær mig til að halda að þetta sé ekki svo góð hugmynd er að það verða þarna einir fimm básar með mismunandi súkkulaði, heimagerður ís, brauð og kruðerí og last but not least Tractor Wheel Pork Pie for crying out loud! Bresk matargerð er nú ekki rómuð um heiminn og að mestu leyti er maturinn þeirra ekki að mínu skapi. Það er allt svo gróft einhvernvegin og feitt. Steiktar pulsur, brún sósa, smjördeig, og edik. En eitt er það sem ég hef alveg fallið fyrir og það er pork pie. Ég reyndar borða ekki svoleiðis lengur enda er pork pie svínakjötshakkbolla úr fitu og kryddi sem er troðið inn í shortcrustpastry og bakað. En það er eitthvað við það sem fær mig bara til að skjálfa á beinunum af hamingju, hvort það er deigið, eða fitan eða kjötið eða blandan af því öllu... I don´t know. En allavega fyrir 300 kalóríur í munnbita þá hef ég bara alveg sleppt þessu. En það má vera að ég láti eftir mér að fá mér eina á morgun. Ég meina, hver getur staðist pork pie, og hvað þá Tractor Wheel Pork Pie?

1 ummæli:

ragganagli sagði...

Hæ hæ var að spá með þyngdina þína og af hverju þú er stopp. Ertu ennþá að borða 1500 he á dag? Hvernig reiknarðu út þann hitaeiningafjölda fyrir þig? Hvað hefurðu verið í 1500 he lengi?

Hvernig skiptirðu fitu, kolvetnum og prótíni?