miðvikudagur, 9. júní 2010

Ég er hætt að hlaupa. Ég er með grátstafinn í kverkunum og er búin að halda aftur af tárum í allan dag en ég bara hef ekki um neitt annað að velja. Ég kláraði hnéð í morgun. Það er þannig komið að ég komst varla í vinnuna, skrönglaðist þangað einhvernvegin og þurfti að taka lyftuna upp á hæðina mína. Sat svo í allan dag hálfvolandi við skrifborðið mitt. Það er ekki að ég komi til með að sakna hlaupanna sjálfra svo mikið per se, mér finnst margt annað skemmtilegra í ræktinni, það sem er að hrjá mig er að tilfinningin er að ég geti ekki hlaupið af því að ÉG ER OF FEIT! Og ég hélt að mér myndi aldrei þurfa að líða þannig aftur. Það er hræðilegasta tilfinning í öllum heiminum, þessi ótti um að passa ekki í sloppinn, að brjóta plaststólinn, að geta ekki fest bílbeltið, að komast ekki í gegnum hliðið, að vera of feitur fyrir daglegt líf. En ég bara get ekki sett aðra hreyfingu í hættu fyrir hlaupin. Það er mikilvægara að ég haldi áfram sársaukalausri hreyfingu en að hlaupa. Mér finnst bara svo kúl að segjast hlaupa, ég held að fyrir utan að telja upp kíló í bekkpressu finnist mér ekkert flottara en að segjast hlaupa hina og þessa vegalengdina. Það er einhvernvegin toppurinn á að vera í góðu formi. Svo eru hlaupin líka svo tilfæranleg, það eina sem þarf eru góðir skór og i-pod og off you go. En svona er þetta, ég er bara of mikil hlussa. Ég er að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ég sé öfug við alla aðra í heiminum og að það að ég hafi hætt að léttast þegar ég byrjaði að hlaupa. Það passar svona nokkurn vegin, ég byrjaði að hlaupa fyrir 4 mánuðum og hef staðið í stað síðan þá. Já, ég er örugglega eina manneskjan í öllum heiminum sem léttist ekki við að hlaupa. Að hugsa með sér! Einhvern vegin finnst mér það nú samt klén útskýring. Búhúhú!

3 ummæli:

Hanna sagði...

Elsku dúlluhaus! Eru ekki e-r sundlaugar í Wrexham eða nágrenni sem hægt er að nýta? Sund er svo frábær að því leyti að þar þarf ekki að bera eigin þyngd og ver þar með liði líkamans, svo er líka hægt að gráta í sundi án þess að nokkur sjái til og eins hægt að bera fallega rósótta sundhettu svon ef manni skyldi detta það í hug. "Upp með ærnar" og halda áfram - einn tveir og þrír.
Knús
H

Íris sagði...

Ég þekki þig nú ekki neitt en kíki stundum á bloggið þitt því mér finnst þú svo hrikalega dugleg :)
Ekki láta þetta stoppa þig, þú verður bara að finna þér einhverja aðra hreyfingu í bili, aldrei að vita nema þú getir farið að hlaupa aftur eftir einhvern smá tíma :)

you go girl :)

Nafnlaus sagði...

Ég þekki þig líka ekki neitt en finnst gaman að lesa :) ég hlustaði einu sinni á fyrirlestur hjá einni af fremstu hlaupkonu landsins og hún lenti í meiðslum og fann sér bara aðra hreyfingu á meðan, hjólaði eins og lífið lægi við þar sem það hafði ekki áhrif á hennar meiðsl. Hún passaði bara á að hætta alveg hlaupunum á meðan og tók svo aftur til við að hlaupa þegar hún náði sér.

gangi þér vel :)