þriðjudagur, 28. september 2010

"Feel the fear, do it anyway" segir Jillian Michaels og mér finnst þetta ágætis mottó. Það er nefnilega aðdáunarvert það fólk sem veit hvað það hræðist og gerir það bara samt. Ég hræðist ýmislegt. Minn einna stærsti ótti er að mistakast eitthvað, að vera lúser. Og nú þegar mér finnst eitt og annað í lífi mínu ekki vera alveg eins og það á að vera þá er svo mikilvægt fyrir mig að ganga vel í þessari baráttu við spikið. Og samt ákkúrat núna gengur ekki vel. Ég lyfti og klifra, ég geri allt eins og á að gera, en samt finnst mér stanslaust eins og ég hafi bara fingranaglatak á þessu öllu saman. Mér finnst eins og ég sé meðvituð um þetta allt saman. Mér finnst eins og ég viti hvað ég á að gera til að sigrast á þessu, til að sigrast á sjálfri mér. Mér finnst eins og ég hafi til að bera alla þá þekkingu og gáfur sem þarf til að komast klakklaust frá þessu. Ég er ekki hrædd við vinnuna sem þarf að leggja í þetta. En hvað gerist eiginlega, hvað gerist þegar allt gengur eins og í sögu og skyndilega, skyndilega missi ég algerlega tökin og missi sveifluna. Hvað er eiginlega að mér?
Ég er ekki hrædd við að gera mistök, ég er hrædd við að læra ekki af þeim. Ég er hrædd við að leggja allt mitt í eitthvað til þess eins að þurfa að viðurkenna að ég get þetta ekki í alvörunni. Ég er ekki að segja að ég sé hætt að berjast. Ég ætla aldrei að hætta að berjast. Ég held að ég sé bara að biðja kosmósið að gefa mér smá breik. Ég er í vitlausri vinnu, er með nagandi áhyggjur af öllum ákvörðunum sem ég hef tekið hingað til í lífinu og mig vantar svo að það gangi eitthvað vel hjá mér.

Ég lygni aftur augunum og geri ímyndunaræfingarnar mínar. Ég sé sjálfa mig fyrir mér 75 kíló. Ég smjatta á tilfinningunni sem ég fann í mátunarklefanum þegar ég fór í buxur í stærð 16. Ég kalla fram hamingjutilfinninguna sem fylgir því að vera svona í mikilli stjórn á sjálfum sér. Og ég veit að ég hætti ekki að berjast, því þessar tilfinningar eru 100 sinnum betri en súkkulaði og pizza. Mig langar ekki einu sinni í súkkulaði og pizzu. Þetta snýst ekki um það. En mig langar svo til að skilja hvað er að. Því það er nánast útilokað að leggja svona mikla vinnu í verkefni án þess að fá laun fyrir. Ég reyni að minna sjálfa mig á það að viðhalda þyngdartapi í þetta langan tíma er sigur út af fyrir sig en í alvörunni þá er ég bara orðin þreytt og pirruð á þessu. Og þreytt og pirruð á sjálfri mér.

Er það bara ég eða eru þriðjudagar bara crap?

2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Oh, ég veit hvernig þér líður. Ég á svoooo góðan slatta af svona "whu bother dögum". Ef maður er búinn að standa í stað lengi þá skilur maður ekki hvað maður er eiginlega að rembast.


Þá er gott að minna sig á að maður er amk ekki að þyngjast og líkaminn er bara að æfa sig fyrir jafnvægið sem SKAL koma að lokum.

Haltu áfram að vera svona dugleg og ég veit að þetta mun takast hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Haltu áfram...fallega, frábæra vinkona. Auðvitað ertu sigurvegari...hugsaðu bara um alla sem þú hvetur áfram með þessum skrifum og pælingum þínum. Mig langar allavega alltaf til þess að setja heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa lesið bloggið þitt. Knús á þig.
Love, Lína