sunnudagur, 26. september 2010

Hún Rannveig mín setti mér það verkefni á Facebook að setja niður lista sem innihéldi 15 plötur sem hefðu einhverja þýðingu fyrir mig og það án þess að velta því fyrir mér, bara skrifa niður 15 plötur á 15 mínútum. Ég renndi yfir þær í huganum og kom auðveldlega með 10 plötur, þurfti aðeins að hugsa með nokkrar síðustu. Ég varð smá sorgmædd við þetta. Sumar af þessum plötum eru tónlist sem ég segji að hafi breytt lífi mínu, hafi mótað að hluta til hver ég er og með því að segja það er ég að segja að tónlist sé stór hluti af lífi mínu og skipti mig máli. Engu að síður þá er hægt að sjá af listanum að ný plata hefur ekki komist inn á hann í áraraðir. Jafnvel áratug. Sem þýðir að ég er hætt að hlusta á tónlist, hún einfaldlega skiptir mig ekki jafn miklu máli lengur. Og það gerir mig smávegis sorgmædda. Eins og ég hafi tapað hluta af sjálfri mér.

  1. A-ha, Scoundrel Days. Fyrsti geisladiskurinn minn, keyptur í London 1986 í dagsferð frá Bournmouth þar sem ég var í enskuskóla. Ég er ennþá hrifin af þessum og á hann til ennþá.
  2. Led Zeppelin, Led Zeppelin. Ég hlustaði rosalega mikíð á Zeppelin á Básahrauni 11 og hlýt því að hafa verið 13 eða 14. Mér finnst eins og Fríða María og Viddi hafi kynnt mig fyrir Zeppelin. Ég á mér enn draum að syngja Dazed and Confused fyrir áhorfendur.
  3. The Smiths, The queen is dead. Ég hefði getið talið allar plöturnar þeirra upp en valdi þessa af því að hún hefur mesta merkingu fyrir mig. Ég held að ég gleymi aldrei þegar ég heyrði Morrisey fyrst syngja "Ohh, mother, I can feel, the soil falling over my head.." Allar mínar tánings "angst" fengu loksins útrás.
  4. Pixies, Surfer Rosa. Ég var stödd inni í Gramminu þegar þessi var sett á fóninn og allt mitt líf tók nýja stefnu. Alternative tónlist. Og þýddi að ég gat verið eins öðruvísi og mér sýndist. Það var bara töff.
  5. Blur, Leisure. Síðasta platan sem ég keypti á vínyl. Ég var ofboðslega hrifin af New Britain.
  6. Throwing Muses, Hunkpapa. Stelpur er líka ógeðslega miklir töffarar.
  7. Grant Lee Buffalo, Fuzzy. Ný stefna þarna og ég fæ enn hamingjuhroll um mig þegar ég hugsa um kvöldin í Belgíu með þennan á spilaranum. Titillagið syngur í beinagrindinni á mér.
  8. R.E.M., Out of Time. Aftur, hefði getað valið allar plöturnar þeirra en þessi situr hvað mest í mér.
  9. Stone Roses, Stone Roses. Hvað þarf maður að segja?
  10. Nirvana, Nevermind. Gleymi aldrei þegar ég heyrði Smells like Teenage Spirit á Rósenkrans í fyrsta sinn. Eftir allt þetta fokkings nýbylgjukjaftæði komst ég aftur í ræturnar, í rokkið. Yndislegt.
  11. 16 Horse power, Sackcloth 'n ashes. Ég sá þessa spila læf í Belgíu og þetta er einn af örfáum diskum sem ég næ í öðruhvoru og spila enn.
  12. Dead Kennedy´s, Fresh Fruit for Rotten Vegetables. Mér fannst ég vera svo geðveikt rebel þegar ég hlustaði á þessa, var alltaf að vona að mamma myndi æpa eitthvað á mig svo ég gæti verið reiður unglingur en hún brosti bara alltaf. Sem mér finnst betra núna auðvitað. Mömmur vita alltaf best.  
  13. Tori Amos, Little earthquakes. Mig langar alltaf til að vera söngkona þegar ég hlusta á Tori.
  14. Pearl Jam, Ten. Ég hlustaði gat á þessa og fékk í hnén við tilhugsunina um Eddie Vedder. Mig langar enn til að eiga heima í Seattle þegar ég hugsa um Pearl Jam.
  15. Backstreet Boys, I want it that way. Þetta er reyndar ekki plata heldur singull en ég verð að telja með vegna þess að þetta lag breytti mér dálítið. Ég viðurkenndi loksins að það að þurfa stanslaust að vera öðruvísi og kúl og töff var bara eitt form að fordómum líka. Ég leyfði sjálfri mér og öðrum bara að fá að vera þeir sjálfir loksins. Nema R´n B. Það er náttúrulega bara ógeð og fyrir fávita.
Yngsta platan á listanum frá 1999 eða 2000. Það segir margt um hvað tónlist skipar stóran hluta í lífi mínu núna. Ég set aldrei plötu á fóninn. Ég hlusta á i-pod og hef hlaðið niður fullt af tónlist í hann, en allt bara eitt og eitt lag. Flest lögin á Florence + The Machine sem er sá tónlistamaður sem ég hef mest tekið eftir undanfarin ár. Og þess vegna er ég í smá fýlu yfir listanum. Á honum sést svart á hvítu hvað ég er gömul og halló. Að mér finnst mikilvægara að horfa á Grey´s Anatomy en að setja plötu á fóninn. Eða heitir þetta kannski bara að þroskast?

Engin ummæli: