föstudagur, 24. september 2010

 
Óbeisluð gleði.
Næstum heil vika síðan ég skrifaði síðast. Ég er búin að vera voða mikið að hugsa þessa vikuna og hef að miklu leyti til verið að sætta heilann við hjartað. Heilinn er hress og kátur og skilur að góðir hlutir gerast hægt, hjartað er alveg trítilótt og neitar að skilja hvað er að gerast. Afhverju ég léttist ekki. Ég sveiflast upp og niður með þeim báðum; stundum salíróleg, stundum fnæsandi af vonsku. Ég er að gera eitthvað vitlaust en drep ekki fingri á það. En það horfir allt til betra vegs núna, ég þarf bara að halda mér við efnið og missa ekki dampinn, halda mér við prógrammið og nota tímann til að rannsaka aðeins matarvenjur mínar. Ég er alltaf jafn kát í ræktinni. Það kom nú samt upp á um daginn að ég var farin að meiða mig í lófunum þegar ég lyfti. Ég var farin að missa gripið áður en ég var búin með vöðvana. Það var ekki hjá komist. Ég trítlaði því í Chester Sports í einu hádegishléinu í vikunni og keypti mér hanska. Ég er búin að vera flissandi yfir því síðan. Ég er svo mikill köggull að ég lyfti með hönskum! En því verður ekki neitað ég get meira með hanskana og ég er ekki frá því að þeir auki eitthvert testesterón flæði.


Koma svo, upp með þig!

Hífa!

Allavega þá "deddaði´" ég 32.5 kílóum plús 20 kílóa stöng í morgun. 3 sett með 10 reps. Og endaði svo á nokkrum pull ups. Ég er með 55 kílóa mótvægi en engu að síður það þýðir að ég er að hosa upp rúmum 40 kílóum. Og það er ekki hægt að neita því að ég er geislandi af kátínu. Ekki veit ég afhverju mér finnst svona gaman að lyfta en það gerir að verkum að ég er sátt við að vakna klukkan fimm á morgnana og dröslast um með íþróttatösku og vera með leðurgrifflur á almannafæri. Mikið vildí ég bara óska að ég gæti komist á þetta stig með mataræðið. Ég þarf að tækla það alveg upp á nýtt, rífa það upp á rassgatinu og tækla með sömu gleði og ég höndla járnin. Það er ekki nóg að vera sterkur að morgni, það þarf að vera sterkur að kvöldi líka.


5 ummæli:

Guðrún sagði...

Vá.....ég skil þetta mál ekki frekar en grísku... þar til vitnað var í Gæja Karls... þá hlýnaði mér um hjartaræturnar.
Hitti þann öðling á hverjum morgni í heita pottinum.

Guðrún sagði...

Djöfull ertu flott í ræktinni maður og sterk og dugleg!!!

Nafnlaus sagði...

Þú ert ekkert smá pro!! Flott hjá þér. Ég er einmitt búin að vera að reyna að koma ræktinni inn í planið hjá mér eftir að ég byrjaði í nýju vinnunni. Get bara ekki vaknað kl. 5.30....vildi að ég hefði e-hv af þinni staðfestu vinkona. Kiss og kram :-)

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að setja nafnið mitt undir.
Love, Lína

Asta sagði...

Snillingur :D er að kafna úr hlátri yfir grifflufærslunni, þú ert ógó pró og flott gella... nú er bara að bíða eftir magabeltinu... það virkar víst rosavel upp á mittisbrennslu (í alvöru!) :) Lofjú :*