sunnudagur, 14. nóvember 2010

Bodum mjólkurfroðari.
Ég er alveg rosalega mikið fyrir pakkningar og yfirborðslétt útlit. Þannig er ég 100% Chanel stelpa bara af því að mér finnst fátt jafn fallegt og svartgljáandi boxin með hvítu c-unum. Ég skal meira að segja viðurkenna að mér er alveg sama hvort gæðin fylgi verðinu, ég vil bara hafa fallegu Chanel umbúðirnar í kringum mig. Að sama skapi þarf að vera fallegt inni hjá mér og ég er voða mikið fyrir að raða hlutum þannig að það er óþægilegt að nota þá svo lengi sem það er fallegasta uppsetningin. Eitthvað sem gerir eiginmanninn alveg klikk. En svona er ég bara. Og þegar kemur að matnum mínum þá verður allt að vera borið fram og fallega uppsett just so. Þessvegna fer ég með 6 mismunandi plastdalla með mér í vinnuna, disk, hnífapör og servéttu og stilli svo öllu klabbinu upp á skrifborðinu mínu. Ég uppsker oft skrýtnar athugasemdir, en að mestu leyti er það öfund yfir hversu fínt ég fæ að borða og undrun yfir að nenna þessu. Fyrir mér er þetta ekkert að nenna, taka bara nokkrar mínútur í skipulag og þá er þetta ekkert mál. Svo hér heima um helgar fer ég alveg á útopnu. Allar máltíðir bornar fram að kostgæfni og hafa ber í huga að ég borða 6 máltíðir yfir daginn. Kaffið mitt er svo alveg sér kapituli. Ég elska nebblega mjólkurkaffi hverskonar en það er erfitt að búa svoleiðis til heima án þess að eiga milljón krónu ítalska vél. Ég vil helst þykka froðu sem helst alla leið niður á botn bollans, og best finnst mér bragðbætt kaffi eins og skinny caramel macchiato á Starbucks. Ég er búin að eignast sykurlausa sýrópið þeirra en mjólkurfroðan alltaf smá vesen. Þangað til ég eignaðist græjuna mína. Í hana fer undanrenna og svo pumpar maður upp og niður og út kemur hnausþykk mjólkurfroða. Og ég get borið fram fallegasta macchiato sem sést hefur norðan við Napólí og setið eins og fín Signora við eldhúsborðið á meðan ég les sunnudagsblöðin. Það má líka nota kalda mjólk þannig að ég get líka notað hann til að búa til hnausþykkan próteinsjeik.Og allt svo fallegt. Molto bene!

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Amore mio tu sei grande.

Nafnlaus sagði...

Kíki alltaf reglulega við hjá þér og verð bara að segja þér að þú veitir mér innblástur. Gefur mér von að það sé sjéns að vinna þessa baráttu :) Gangi þér vel

kv. Ásta