miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Trekk í trekk hefur hann stíflast hjá mér eldhúsvaskurinn. Ég leysti vandamálið með því að hella í niðurfallið heitu vatni og um stund var allt í lagi. Svo var aftur hætt að renna úr honum og ég fór með hendina í skítugt vatnið og pusaði um með lófanum og allt var í lagi um tíma. Svo stíflaðist aftur og ég losaði um og svo stíflaðist og svo framvegis. Að lokum var svo komið að heita vatnið og lófinn dugðu bara ekki . Það varð ekki hjá því komist. Ég varð að fara til Tony og kaupa drullusokk. Með hann að vopni og smá vinnu losaði ég um stífluna, drullan puðraðist upp um afrennslið og svo slúrrp, allt fór það niður, og nú rennur vatnið niður án nokkurra vandkvæða. Ég reyni að passa mig að hella ekki niður i vaskinn fitu og miklum matarafgöngum og vonandi helst þetta svona fínt hjá mér. Og á sama máta er ég búin að játa mig sigraða hér ein og sér í þessari baráttu minni við spikið. Mig vantar sérfræðiaðstoð, hef leitað hana uppi og fengið. Ég er búin að leggja góðan grundvöll sjálf, ég er búin að vinna heilmikið í sjálfri mér en verð líka að viðurkenna að það er voðalega lítið búið að gerast í fitutapi stærsta hluta ársins. Ég er búin að komast að hjá Röggu Nagla og er bæði jákvæð og bjartsýn á að hún hjálpað mér til að ná þessum síðustu 20 kílóum af mér. Onwards and upwards og allt það. Þess ber einnig að geta að ég er á engan hátt að líkja henni Röggu við drullusokk.

2 ummæli:

ragganagli sagði...

Þú mátt sko alveg líkja mér við drullusokk, ef ég næ að soga fituna úr þér eins og í vaskinum þá er ég alveg sátt við það uppnefni :D

Guðrún sagði...

Þessi Ragga er greinilega nagli. Það verður gaman að fylgjast með ykkur.