þriðjudagur, 28. desember 2010
Ég planlagði og ég skipulagði, ég var með áætlun og ég var með plan. Ég átti til meþódón og ég var með flóttaleið skipulagða, ég var með þetta allt tilbúið. Ég hugsaði og ég skrifaði, ég gerði allt rétt. Nema að standa við það sem ég hafði lofað sjálfri mér. Ég segi og stend við að það skiptir ekki öllu hvað maður borðar í einn eða tvo daga yfir hátíðarnar, það sem skiptir máli er hvað maður gerir alla hina dagana. Engu að síður þegar maður er búinn að lofa sjálfum sér að leggja frá sér konfektkassann en gerir það ekki, heldur bara áfram að troða í sig, troða þangað til að maður er hættur að finna bragð og ónotatilfinningin er ekki bara í heilanum heldur í maganum líka, þá getur maður ekki að því gert en að vera örlítið svekktur út í sjálfan sig. Ég er engu að síður loksins að skríða saman núna í dag. Fór úr náttfötunum og reyndi að hafa mig aðeins til, frunsan blómstrar reyndar, ég er dálítið eins og Hitler með sýfilis, en það er bara ekki alltaf hægt að vera sætur. Ég er tilbúin að komast aftur í rútínuna á morgun. Morgunhaframúffurnar mínar eru að bakast inni í ofni, ég er búin að setja saman túnfiskhúmmús og eggjahvíturnar eru tilbúnar til steikingar í fyrramál. Ljótu leggingsarnar tilbúnar að smeygja sér í við hanagal og ekkert sem getur stöðvað mig í að komast í rækt fyrir vinnu. Það sem ég hlakka til að taka aðeins á langþreyttum Lazarus vöðvum. Og vona svo að ég sé núna búin að vera veik fyrir næstu 5 árin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Niður með konfektið og upp með leggingsurnar kona... rífðu þig upp á rassg... og hentu þér í ræktina, það er ekki til betri hvati en að halda sig við efnið í mataræðinu. Maður tímir ekki að eyðileggja blóð svita og tár hamagangsins.
KOMA SVOOOOO.....
Allt komið aftur á réttan kjöl. Trukk trukk, áfram trukk!
Skrifa ummæli