miðvikudagur, 29. desember 2010

Get ekki annað en að vera örlitið öfundsjúk út í son minn. Hér var ég búin að hlakka til alla aðventuna að fá súkkulaði, plottað og skipulagt til að fá sem mest út úr molunum. Á aðfangadag var góssið svo sett í skál á borðið og ég þurfti að taka á öllu mínu til að láta í friði. Og það þrátt fyrir að vita að ég fyndi ekkert bragð. Láki aftur á móti virtist ekki einu sinni sjá það. Hvernig stendur á því að 7 ára gamalt barn hefur engan áhuga á sælgæti? Það er ekki eins og ég hafi bannað honum að fá sér, hann má fá eins og hann lystir. Hann bara biður ekki um það. Ef hann fær sér þá klárar hann sjaldnast. Ekki get ég ímyndað mér að ég hefði hagað mér svona 7 ára. Ef nammiskálin hefði verið á borðinu og enginn sagt neitt um að mega eða mega ekki get ég ekki ímyndað mér annað en að ég hefði legið ofan i henni þangað til allt væri uppurið. Hann fékk sér annarshugar einn mola og lét þar við sitja. Honum er í alvörunni alveg sama. Getur verið að það hafi verið einhvert mix up á spítalanum? Annars þá er hann farinn að taka allt fitnessið inn á sig; þeir feðgar spiluðu Mario Kart um daginn og Láki sagði við pabba sinn að hann ætlaði að "kick your glutes" í staðinn fyrir að segja "kick your butt." Góður.

Engin ummæli: