mánudagur, 3. janúar 2011
Ég er ekkert ef ekki öfgarnir. Með tilhlökkun og gleði yfir því að takast á við verkefni ársins byrjaði ég gærdaginn glöð og jákvæð. Hvað gerðist svo? Jú, ég sagði sjálfri mér að verkefnið væri of stórt fyrir mig til að takast á við. Ég sagði sjálfri mér að fyrst ég "væri með fitnessið á þurru landi" þá gæti ég alveg fengið mér Pringles í hádegismat. Og tvö daim í eftirrétt. Hvítlauksbrauð í kvöldmat og lionbar í kvöldsnarl. Tvö lion bar. Þýðir þetta að ég geti ekki gert bæði, leitað mér að vinnu og stundað heilbrigt líferni? Nei, þegar ég leita að svörum í hjarta mér þá kemur í ljós að ég leitaði að afsökun til að fá að borða ógeðið. Og sagði sjálfri mér og Dave að ég væri ekki tilbúin að berjast í dag, ég þyrfti einn dag í sukki til að geta tekist á við verkefnin á morgun. Og ég var svo glöð inn í mér þegar ég fattaði að ég gæti logið þessu að mér og að honum. Svo glöð. Skrýtið því ég var ekki glöð á meðan ég var að borða. Alls ekkert glöð. Því ég vissi að ég myndi borga fyrir það í dag. Enn 3 kíló í plús og fráhvarfseinkenni frá helvíti. Ef þetta væri ekki svona hræðilegt þá væri ég ánægð með þetta út frá vísindasjónarhorninu. Guð og góðar vættir veiti mér styrk í dag. Vík frá mér Satan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli