|
Parmesan kúrbítur. |
Úr myrkustu djúpunum fæðist alltaf bjartasta vonin. Ég gerði það sem ég geri best í dag, stússaðist í eldhúsinu til að prófa mig áfram með spennandi uppskriftir sem passa inn i prógrammið. Ég fékk mér grænmetis-og kjúklingasúpu í gærkveldi og þar sem að einföld kolvetni eru ekki part av programmet á kvöldin þá vantaði mig brauð staðgengil með súpunni. Ég klauf í tvennt einn kúrbít, saltaði og pipraði, drippaði smá ólivuoliu yfir hann og stráði svo þar ofan á smávegis parmesan osti. Bakaði svo inni í ofni í hálftíma. Rosalega gott og mér alveg sama um brauðleysið. Í dag fæddust svo sætar kartöflur með gljáðum blaðlauk og rjómaosti, kúskúskaka, morgunverðar eggjamúffur, engifer-og soja bakað kál og grillaðir bananar með sykurlausu karamellusýrópi. Hver þarf að vera í fýlu yfir að fá ekki snickers þegar þetta er allt saman á boðstólum? Honestly!
1 ummæli:
Hljómar llt mjög girnilega, væri sko mikið til í að fá uppskriftir! Kv. Ingibjörg
Skrifa ummæli