miðvikudagur, 19. janúar 2011

"Þá er loksins ný sería af Bráðavaktinni hafin með tilheyrandi barkaþræðingum á gestum og gangandi, sjúkum og heilum, læknum og sjúklingum og virðast allir hafa gott af. Kannski að ég drífi bara í að láta barkaþræða mig og þá kannski grennist ég og fatta upp á hvað ég ætla að gera í framtíðinni."  Þetta skrifaði ég í janúar 2005. Núna er engin Bráðavakt en Grey´s Anatomy tekið við. Sá læknaskari framkvæmir ekki eina einustu barkaþræðingu en eru heilmikið fyrir að skera í heilann á sjúklingum. Guði sé lof að ég náði að sortera mig út sjálf áður en ég fór að óska ekki eftir heilauppskurði.

Engin ummæli: