miðvikudagur, 26. janúar 2011

Það er mikil mildi að það uppgötvaðist að hnetur eru svona súperfæða fyrir þá sem eru að spá í heilsunni. Uppfullar af hollri fitu sem lækkar kólestról og hættu á hjartasjúkdómum, vítamínum og trefjum sem halda manni söddum lengur ásamt því að vera ljúffengar. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er í megrun og fær sér hnetur er líklegra til að viðhalda megruninni lengur vegna þess að sálræn áhrif hnetuáts er að gefa þá tilfinningu að maður sé ekki í megrun og þar með endist maður lengur í megrun! Það má engu að síður ekki gleyma að hnetur eru líka uppfullar af hitaeiningum og það þarf að gera ráð fyrir því áður en maður leggst í át. Og það má heldur ekki telja Snickers sem hnetur. Ég er búin að reyna. Ég er búin að gera hnetur, og þá sérstaklega möndlur að mínu aðal "go to snack" alveg frá upphafi. Og eins mikið og ég elska hnetur þá er það ekkert á miðað við hvað ég elska hnetusmjör mikið. Og þar sameinast ást mín á amerískri matargerðarlist og hnetum. Það er ekkert jafn gott og amerískt hnetusmjör. Og öfugt við það sem maður myndi halda að Kanarnir pumpi hentusmjörið sitt fullt af sykri, rotvarnarefnum, kornsýrópi og kókaíni þá eru þau flest fáanleg alveg náttúruleg. Og best af öllu er hnetusmjörið frá Peanutbutter & Co í New York . Og best af öllu góða hnetusmjörinu þeirra er, yes you guessed it, Súkkulaðihnetusmjörið þeirra. Var það ekki alveg eftir mér að fara allan hringinn og finna súkkulaðiblandaða eintakið!

2 ummæli:

ragganagli sagði...

ég var að panta þetta: http://www6.netrition.com/bell_plantation_pb2.html

murta sagði...

Ég var búin að lesa um þetta en þorði ekki að panta; láttu mig vita hvernig er :)