föstudagur, 28. janúar 2011

Í dag var tuskudagur. Tuskudagar eru þegar ég fer í rækt og er bara eins og tuska. Þyngdir sem fyrr í vikunni voru verðugir andstæðingar sem ég sigraðist á eru í dag nægar til að fá mig til að krjúpa kjökrandi á gólfinu og biðja um miskunn. Og þetta gerist án þess að ég finni neina sérstaka útskýringu á því. Þetta hefur eitthvað með dagsform að gera. Að hugsa með sér, ef maður væri atvinnuíþróttamaður og akkúrat daginn sem maður keppir á Ólýmpíuleikunum svíkur dagsformið mann. Það væri alveg ferlegt. Og svo er líka dálítið fyndið að ég sé að spá í dagsformi. Gerir það mig að íþróttamanni?

Engin ummæli: