mánudagur, 24. janúar 2011
Í þessum nýja hugsunarhætti mínum sem felst aðallega í að slaka á og skoða þetta ferli allt saman á heilrænan hátt felst heilmikil vinna. Ég þarf oft á dag að stoppa sjálfa mig af í hugsanaferli sem felur í sér; ef bara og svo og þá og þá ef og þá gerist ef bara... og draga mig aftur inn í núið og neyða mig til að njóta dagsins í dag. Á einhverju netflakki mínu rakst ég á gamlan pistil eftir Diet Girl þar sem hún fagnar því að hafa lést um 80 kíló. Hún er hetjan mín af því að hún tók rúm 5 ár í að léttast um þetta og hún er enn að. Út frá þeim lestri fór ég að skoða ferilinn minn. Á þessum 114 vikum sem ég er búin að vera að stússast þetta er ég búin að léttast um 33 kíló. Það eru 300 grömm á viku að meðaltali. Það er ekki spennandi þegar maður heyrir það. Það eru örugglega ekki margir sem myndu borga mér fyrir að vera megrunarþjálfinn þeirra með þessu gimmikki að "HÆGT ER AÐ LÉTTAST UPP UNDIR 300 GRÖMM Á VIKU!" Flestar svona auglýsingar lofa auðveldum drykk, sjeik og pillu og miklu fleiri kilóum skafið af á skemmri tíma. En hvað ef ég sný þessu við? Hvað ef ég segi að áður en ég byrjaði að spekúlera var ég að þyngjast um meira en 300 grömm á viku? Og ef ég hefði ekkert gert í mínum málum þá væri ég 159 kíló í dag. Hvað ef ég lofa viðskiptavinum mínum að þeir verði ekki 159 kíló eftir 2 ár? Virkar það sem gimmikk? Þetta var mér góð áminningi um hvað ég er að gera vel. Það er ekkert trendí eða smart við matinn sem ég borða eða æfingarnar sem ég geri. Og ég tek 300 grömmum á viku með auðmýkt og þakklæti þegar ég ímynda mér 159 kílóa konuna sem ég gæti verið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hehehe, snilldarhugsunarháttur. Mér finnast 300 gr á viku bara heill hellingur. Ég set upp þyngdartapsmarkmið (og hlaupamarkmið o.fl.) í excel til að sjá þetta sjónrænt. Og þar sem ég ætla að eyða árinu 2011 í að ná restinni af aukakg af mér þá sé ég að ég þarf að missa 300 gr flestar vikurnar, nokkrar vikur í upphafi árs þarf ég að léttast um 400 gr og nokkrar í lok árs um 200 gr. Svo 300 gr á viku er tær snilld í mínum huga og ég bara vona að þetta gangi upp hjá mér skv. plani! :)
Haltu áfram að vera svona ofurdugleg og takk fyrir bloggið þitt, þetta er nánast eins og að lesa eigin hugsanir stundum! :)
Þú ert snillingur, elsku dótla mín, algjör snillingur.
Sæl og blessuð. Ég þekki þig ekki neitt, en er búin að fylgjast með blogginu þínu í nokkra mánuði án þess að gera vart við mig. Bloggin þín eru svo einstaklega vel skrifuð og heiðarleg.
Sjálf er ég um 25 kg fyrir ofan kjörþyngd og er búin að vera að reyna að berjast við þau undanfarin nokkur ár, en það hefur gengið ósköp hægt, enda hlussan í mér ennþá svo raddsterk. En bloggið þitt er mér innblástur og sýnir mér að þetta er allt saman hægt. Þannig að ég vildi bara þakka þér fyrir það.
Eru æfingarnar mínar ekki trendí og smart?? Búhú... djók.
En 300 g á viku er nákvæmlega flott tempó á fitutapi, það er ekki mælt með að fólk missi meira en 500 g á viku til að tryggja að um sé að ræða FITUtap en ekki bara ÞYNGD. Því miður er nútímamaðurinn of ginnkeyptur fyrir skyndilausnum sem lofa 1-2 kg tapi á viku og þá er voðinn vís, því kjötið tætist af grunnbrennslan fer niður í núll.
Ert á bullandi siglingu kelling!!
Þú ert svo frábær pælari, klára vinkona mín :-) Hrikalega flottur árangur hjá þér! Knús á þig og þína.
Love, Lína
Skrifa ummæli