miðvikudagur, 12. janúar 2011

Númer 1. Borða morgunmat sem inniheldur prótein og góð kolvetni
Númer 2. Telja kalóríur og skrifa niður það sem ég borða. Það er alltaf miklu meira en maður heldur.
Númer 3. Prótein. Auka prótein og minnka kolvetni.
Númer 4. Mjólkurvörur - kalk bindur sig við aðra fitu sem við neytum og myndar einskonar sápu sem við kúkum bara. Einfalt og gott
Númer 5. Líkamsrækt. Þó svo að brenndar kalóríur séu kannnski ekki svo miklar þá eru áhrif reglulegrar æfingar mun mikilvægari en kalóríurnar sem er brennt.
Númer 6. Fyrirgefa sjálfri mér fyrir að vera ekki fullkomin.

Þetta eru reglurnar. Einfalt ekki satt? Nema þá daga sem þetta er flókið. Eins og núna. Ég rígheld í tölvuna og bíð eftir að klukkan verði 11 svo sjoppan loki og ég verð seif. Mér tekst það. Ég er alveg viss um það. Þetta er nefnilega svo einfalt.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Djös töffari ertu!

Steina sagði...

Hvað borðar þú í morgunmat sem inniheldur bæði kolvetni og prótein?

Annars langaði mig bara að láta vita af mér hérna laumulesaranum :) Mér finnst þú alveg frábært og rosalega góð fyrirmynd í þessu "breytaumlífsstílferli" :)

Nafnlaus sagði...

Reglur sem allir ættu að hafa að leiðarljósi :-)

Ástar- og saknaðarkveðjur frá mér, sem hugsa svo mikið til þín en hringi ekki ...... ennþá.

Knús
Hanna

Alda sagði...

Þú ert snillingur!

murta sagði...

Steina, ég borða alltaf eggjahvítuommelettu og hafragraut. Bæði tvennt í ýmsum mismunandi myndum þó :)