sunnudagur, 20. febrúar 2011

Ég hef að undanförnu verið með hálfgert æði fyrir súperfæðunni quinoa (kín-wa). Auðmelt og stútfullt af próteini og svo bragðgott. Það er voðalega auðvelt að skella í kúskús og þessvegna hef ég gert meira af því að nota það í salatið mitt en er núna búin að ákveða að öggulega litla meira fyrirhöfnin með quinoað er þess virði. Það er svo gott í salat. En ég hafði líka séð það notað í morgunmat, svona eins og hafragraut. Ég skoðaði mig því um á netinu og í gegnum 101 cookbooks rakst ég á uppskrift að sætum morgunverðar quinoa graut úr bók eftir Dr. John La Puma sem er bæði læknir og kokkur. Í nýjustu bókinni hans Chef MD's Big Book of Culinary Medicine má meðal annars finna þessa tilvitnun;

"...I have begun to think of a home kitchen in much the same way I think of a health spa - a place where people can come to be restored, feel better, experience pleasure, and become healthier. And this is how I'd like you to start thinking about your kitchen. Your kitchen is at the heart of your health."

Quinoa"grjóna"grautur og bláberjakrums
Ég varð fyrir uppljómun þegar ég las þetta. Hvað er ég alltaf að vesenast með að vera með samviskubit yfir ást mínum á mat? Þegar ég get notað hráefni sem bætir heilsu og sál, þegar það að setja saman nýja uppskrift gerir mig hamingjusama, þegar ég get nýtt mér þá guðsblessun að vera fær um að elda til að bæta heilsu mína og þeirra sem ég elska? Eldhúsið mitt er hjartað mitt. Ég vaknaði því í morgun sæl og glöð og bjó til sætan quinoa graut. Sauð quinoa með vatni og möndlumjólk og smá kanil. Teskeið af sweet freedom (ávaxtasætuefni) út í og svo heimabúin epla-bláberja krums og ristaðar pekanhnetur. Smá fyrirhöfn en hver kvartar á sunnudagsmorgni? Ég var hvort eð er að búa til epla og bláberja múffur fyrir vikuna og hjartað mitt er svo glatt með þetta alltsaman. Grauturinn var geðveikur, meira eins og grjónagrautur en hafragrautur og bláberja-epla krumsið mitt svona smá sætsúrt til að vega upp á móti rjómakenndri áferðinni á grautnum. Muldar og ristaðar pekanhnetur settu svo punktinn yfir i-ið. Mmmmmm. Mmm. Mm. Mmmmm.

Ég er búin að ákveða að 10 kílóa bil á milli framþróunarmynda sé of mikið núna, það eru jú bara 15 kíló eftir og ætla að setja inn nýja mynd þegar ég næ 90 kílóum. 90.1 í gærmorgun, og ég fann svakalega stuttan kjól í Next. Smá átök í þessari viku og we are good to go. Spennandi.

6 ummæli:

klara sagði...

Vá Svava Rán. Frábær árangur, þú lítur svakalegavel út og það er gaman að lesa það sem þú hefur verið að skrifa.Gangi þér áfram svonavel í lífinu :)

Kveðja Klara

Lesandi sagði...

Það er mikil hvatning að lesa færslurnar þínar og þar að auki ertu mjög skemmtilegur penni :) Ég prófaði einmitt haframúffurnar þínar og er búin að útbúa þær ansi oft síðan. Takk kærlega fyrir að gefa manni skemmtilegar hugmyndir að góðum og hollum mat. Ég mun án efa prófa þennan graut. Áfram þú! :)

ragganagli sagði...

ÚFFF þessi grautur verður sko prófaður!!!

Ég iða í skinninu að sjá myndir af túttunni YOU GO GIRL!!

Nafnlaus sagði...

I am really enjοying the theme/deѕign
of yоur weblog. Do you ever run into any internet browser compatibility pгоblеms?
А small number of my blog vіsitогs hаνe
complained about my blog not working correctly in Εхρlorer but loоks greаt in Chrome.

Do you have аny suggеstions to help fіx this isѕuе?


Μу web sіte: get bigger boobs

Nafnlaus sagði...

Please let me knοw if you're looking for a article author for your blog. You have some really good posts and I feel I would be a good asset. If you ever want to take some of the load off, I'd love tο write some сontеnt for your blog in exсhange fоr a lіnk
back to mine. Plеase blaѕt me an e-maіl if interested.
Cheers!

Here is my webpage; howtosavemoneyatdisneyworld.blogspot.com

Nafnlaus sagði...

I'll immediately grasp your rss feed as I can not in finding your email subscription hyperlink or e-newsletter service. Do you've any?
Ρleаse permіt me undеrstand ѕo that I
mаy just subscribe. Thanκs.

Mу ωeb page; best solihull locksmith