fimmtudagur, 24. febrúar 2011

Það er búinn að vera myljandi gangur hjá mér í ræktinni í þessari vikur. Það virðist sem svo að hvíldin hafi gert mér gott enda var ég hoppandi glöð þegar ég fékk lóðin aftur í lúkurnar á mánudagsmorgun. Svo hljóp ég 5 km upp brekkur á þriðjudaginn á rétt rúmum 40 mínútum. Og ég verandi ég varð æst og uppvæg að gera betur í dag. Skoppaði glöð til verksins í morgun með það á hreinu að ég myndi taka þetta á 39:59. Ég hafði fundið til hlaupagallann kvöldið áður til að gera morgunverkin létt og auðmelt og hafði af einskærum hégóma ákveðið að fara í nýja, smart lyftingabolinn minn. Hann er svo fínn og flottur og er búinn til úr einhverju efni sem er með einhverskonar spikviðnámi því hann þrýstir niður yfirmaga svo ég virka hoj og slank og mér líður alltaf eins og ég sé íþróttamaður þegar ég er í honum. Það sem hégóminn gerði ekki ráð fyrir voru þykkir saumar niður eftir síðunum á honum. Þegar ég er að komast á annan kílómetran byrja ég að finna fyrir sviða í neðanverðum upphandlegggjum, hviss hviss við hverja handahreyfingu eykst sársaukinn. Ég var fljót að fatta að saumarnir voru farnir að nudda handleggi svo tók í. Skiptir engu hugsaði ég, ég er rétt hálfnuð með brekkurnar, ég klára þær alla vega. Þegar brekkum lauk rétt að slaka í fjórða kílómetra var þetta orðið eins og vera sleginn með svipu við hvert skref. PAIN IS TEMPORARY! Öskraði innri nasistinn á mig, Djísús Kræst! hugsaði ég í sömu andrá, ég hljóma eins og geðveikur ammrískur fótboltaþjálfari! Koma svo var næsta hugsun, brekkurnar eru búnar og bara einn kílómetri eftir, þú getur þetta alveg. Og ég hljóp síðasta kílómetrann með hendurnar á lofti. Og kláraði 5 km á 39:53.
Ég verð oft vandræðaleg þegar ég fæ hrós fyrir sjálfstjórn, sjálfsstyrk og járnaga. Ég tók þá ákvörðun að verða hraust og léttast og það að mæta í ræktina er einfaldlega það sem þarf að gera til að vinna það verkefni. Þetta er ekkert mál, eða vesen eða erfitt. Þetta er það sem ég geri. En ég ætla líka að segja það að þegar ég geri hluti eins og að klára hlaupið með hendur á lofti þá verð ég stolt af sjálfri mér. Járnagi segirðu? Ég er sko búin til úr stáli.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Þetta var eins og spennuþáttur að lesa þetta. Ég fór að anda hraðar. Stálkellingin mín.
Djöfull langar mig að hlaupa með þér í Race for life. Ég prófaði í dag og GAT hlaupið 3 km. Nú vantar mig bara prógramm sem segir hvernig ég geti bætt mig fyrir maí.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað er gaman að lesa bloggin þín. Þú ert algjör nagli ;o)
Kv. Ingibjörg áhugasamur lesandi

Nafnlaus sagði...

Þvílíkur nagli. Þú ert engin smá hetja. Margur hefði nú gefist upp.
En ég lenti í þessu með bol sem ég var að hlaupa í í fyrrasumar (segir manni kannski að ódýrir íþróttabolir í HM duga ekki fyrir hlaup þó maður lúkki vel í þeim. En þar var saumur sem nuddaðist svona undir hendinni og ég endaði með svakalegt sár sem ætlaði aldrei að gróa. Varð að leggja bolnum og kaupa mér Nike....

6 mánuðir, 5 dagar and counting.....

Luv
Harpa