miðvikudagur, 2. mars 2011

Það er lítil spurning um að það má staðsetja mig á einhverfurófið einhverstaðar, eða í það minnsta má segja að ég sé með Tourette og OCD. Ég hef bara ekki mátt á mér heillri taka þessa daga sem ég hef verið stundaskrárlaus. Ég hreinlega fúnkera ekki án röð og reglu og skipulags. Algjör Rainman. Ég er búin að vera áhyggjufull og stressuð og pirruð og allt að hjá mér þangað til í dag þegar skipulag komst aftur á lífið. Ég fer út að hlaupa mánudag, miðvikudag og fimmtudag og Ragga ætlar að gera mér prógramm sem miðar að lyftingum á þriðjudags og fimmtudagskvöldum. Og ég get skipulagt tíma minn, haldið vöðvunum og má núna anda léttar. Ég er búin að fara út að hlaupa núna tvisvar og það er að venjast aftur. Ég var smá nojuð á mánudagsmorguninn; það var svo dimmt úti og kalt og ég var bara hálfsmeyk. Við myrkrið og þögnina. Og svo er ég alveg úr þjálfun við útihlaup, maður er fljótur að gleyma hvað þetta er öðruvísi en að hlaupa á bretti. En þetta gekk miklu betur í morgun, ég fann ryþmann minn fljótt og hætti að vera hrædd. Naut þess bara að vera ein í heiminum. Svo fer að birta bráðum, það er að fara að koma sumartími hér í Wales. Enn og aftur sannast að það er ekkert útilokað; það er alltaf hægt að finna tíma til að gera líkamanum gott.

4 ummæli:

Asta sagði...

Síðasta setningin er uppáhalds :*

Inga Lilý sagði...

Glæsilegt, líst vel á þetta plan hjá þér.
Ég hef einmitt ekki stigið á hlaupabretti í ca 14-15 mánuði og ég veit ekki hvernig það væri að hlaupa á því í dag.

Ef þú ferð að hlaupa mikið þá mæli ég eindregið með að kaupa hlaupaúr með GPS (ég á garmin 305), sérstaklega ef þú ert jafn OCD og ég með vegalengdir og hlaupatíma! :)

En það sem ég notaði fyrst, áður en ég eignaðist úrið, var google earth. Þar geturðu stikað út allar vegalengdir (ákveður fyrirfram hvað þú ætlar að hlaupa eða stikar út eftir á), tekur tímann og voila, þá veistu á hvaða meðalhraða þú ert að hlaupa! :)

Þú verður farin að hlaupa 10-20 km áður en þú veist af!

murta sagði...

Ég er með nike plus græju í i-poddnum mínum. Hún segir mér hvað ég er búin að hlaupa lengi og langt og hratt. Og já, ég gæti þetta ekki án hennar, ég er húkkt á að mæla hvað ég kemst lengra í næsta skipti! ;D

Inga Lilý sagði...

Glæsilegt! :)
Já, ég er alveg OCD með þetta og VERÐ alltaf að ná að vera fyrir ofan 10 km/klst, líka í rólegu hlaupunum svo ef ég sé að ég er ekki á réttu róli undir restina er allt gefið í og ég er við það að kasta upp þegar ég klára.

Maður er langt frá því að vera eðlilegur með þetta...