laugardagur, 5. mars 2011

Hægt gerist það en gerist samt, 89.6 kg í morgun sem þýðir að ég hef núna lokið 70% verkefnisins. Það er nú ekkert til að snýta sér í. Og ég alveg að fara að komast á "stöðugt undir 90" stigið. Ég rokka svo í þyngd yfir vikuna, upp og niður um allt að þremur kílóum að ég þarf alltaf að sjá sömu töluna í nokkrar vikur áður en ég treysti því alveg að þetta sé komið hjá mér. Verð að segja að ég held að mér hafi sjaldan liðið jafn vel með sjálfa mig og akkúrat núna. Og ég held því fram að það er ekki bara af því að ég er alveg að verða venjuleg manneskja þó það sé óneitanlega stórkostlega skemmtilegt að vera ekki lengur feitasta manneskjan í herberginu, heldur hefur það meira með hreystið að gera. Það er stórfenglegt að vera svona hraust. Að geta reimt á sig strillur og bara farið út að hlaupa, að geta labbað inn í rækt og lyft 70 kílóum upp af gólfinu, að geta hlaupið á eftir strætó, að geta hangið í klifurgrindinni á róló, að geta sagt já takk ef stungið er upp á fjallgöngu, að geta hnyklað alvöru vöðva... þetta er betra en milljón dollarar. Betra en kynlíf. Og svo sannarlega betra en súkkulaði.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Duglega stelpan mín.