fimmtudagur, 14. apríl 2011
Ég bakaði svo ljómandi fínt gróft brauð með poppy seeds, heita þau birki eða hörfræ á íslensku? Þessi pínulitlu, svörtu sem voru alltaf ofan á bakarís rúnnstykki í gamla daga. Allavega, ég hafði svo ekki lyst á brauðinu á sunnudaginn, við fengum lambakjöt í hádegismat, fórum svo í göngutúr í sólinni og svo borðaði ég "larabar" um kvöldið og brauðið sat bara á borðinu, rétt búið að smakka á því. Ég skar það þessvegna niður í sneiðar og setti í frysti. Ég borða nánast aldrei brauð núna, finnst meiri matur í að fá mér quinoa, sætar kartöflur eða kúskús með kjöti og salati í hádeginu. En þar sem þetta fína brauð var bara þarna í frystinum datt mér í hug að ef ég gerði eitthvað svaka gott til að setja á það þá væri nú gaman að hafa það með í nestisboxinu. Svona til hátíðabrigða. Ég átti afgangskjúklingakjöt sem ég reif niður. Hefur sjálfsagt verið sem samsvarar einni góðri bringu. Svo skar ég niður tvær þurrkaðar apríkósur, (er orðin apríkósu óð) 1/4 rauðlaukur smátt skorinn. 1 mtks gróft hakkaðar hnetur (valhnetur eru voða góðar). 1 mtsk fitulaust grísk jógúrt og 1 tks ólívuolía. Ég hugsa að það væri reyndar voða gott að skipta jógúrti og olíu út fyrir léttan sýrðum rjóma. Smá pipar og allt hrært saman í gommu. Ofan á það sem í raun var nýbakað brauð með fullt af spínati og hádegismaturinn einn sá besti í langan tíma. Ohhh, það er svo gaman að fá gott í mallakút.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ummmm...þetta er girnilegra en hádegismaturinn minn sem var ekkert í líkingu við þetta.....sykurpúkinn beit fast í rassinn á mér og hótaði að sleppa ekki fyrr en ég fengi mér eitthvað óhollara en quinoa og sætar kartöflur....
Birki :)
Skrifa ummæli