föstudagur, 8. apríl 2011

Það er ekki margt sem gerist í heilanum á mér á meðan ég hleyp. Ég hef að undanförnu verið að einbeita mér að því að hlaupa hraðar, lengja sporin, auka drifkraftinn. Þannig að ég einbeiti mér algerlega að því að vera í andartakinu. Hugsunin er eitthvað eins og; anda inn,tvöskref, úúút tvöskref, inn tvöskref, úúút tvöskref, leeeeengja, upp með hné, leeengja, hraðar, hraðar, innn, úúút, inn úúút. En í morgun var þetta meira eins og; púst, púst, mááás, plonk plonk, máááás, hvæs, hvæs. Ég var allt í einu klofstutt, kraftlaus og sama hvað ég reyndi að lengja, ýta, hraða á mér þá bara gat ég það ekki. Ég ætlaði fyrst að pirrast aðeins, "grefillinn sjálfur ég verð aldrei hlaupari hvað er ég að reyna", en það var bara örsnöggt. Ég veit nefnilega hvað þetta snýst um. Ég veit hvað það er sem skiptir máli. Skreflengd, hraði, andardráttur. Algert aukaatriði. Það eina sem skiptir máli er að ég er er hér úti hlaupandi. ÉG. HÉR. ÚTI. HLAUPANDI. JÍÍÍHAAAA!

Engin ummæli: