|
Við Láki á mæðradegi. |
Í dag er haldið upp á mæðradag hér í Bretlandi. Þetta er heilmikið mál hérna, mikið auglýst að menn og börn eigi að búa til morgunmat, kaupa blóm og súkkulaði, bjóða út að borða og stjana við á allan hátt. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma kortinu sem er aðalmálið. Mæðradagur er reyndar svo til komin að hjú fengu að fara í "Mother Church", kirkjuna í sinni heimasókn á þessum degi, og hefur ekkert með mæður að gera. En svona breytast hlutirnir með árunum og hver er ég að afþakka viðstjanið? Hann Dave minn er reyndar voðalega klár (að hans eigin mati) og í stað þess að kaupa blóm og súkkulaði og bjóða mér út að borða ákvað hann að fara frekar með mig í verslunarferð til Wrexham. Ég á að fara í fatabúðir og/eða snyrtivöruverlsanir og bara kaupa það sem mig langar í. Af því að það er óþarfi að tengja skemmtilegheit við að troða í andlitið á sér stanslaust. (Hann hlustar greinilega á mig með andagt) Við komum nú reyndar til með að stoppa á Starbucks en það verður bara til að fá góðan kaffibolla. Er hann ekki sniðugur? Ég er allavega hæstánægð með planið, og ætla að njóta alveg í botn. Þetta passar líka vel inn í áætlunina sem ég er að móta í huganum akkúrat núna og hefur eitthvað að gera með að sleppa sykri núna í dágóðan tíma. Meira um það síðar. Til hamingju með daginn mamma xx.
4 ummæli:
Ótrúlega er eiginmaðurinn hugulsamur, betri mæðradagsgjöf er varla hægt að hugsa sér! :)
Verður að deila með okkur hvað þú kaupir.
Og engar áhyggjur af 1 kg í plús, ég kannast svooo vel við slíkt. Eins pirrandi og það er að léttast um sama leiðinda kílóið aftur og aftur þá er þó skárra að taka það aftur heldur en að bæta fleiri "vinum"með í hópinn.
Mæli alveg með að sleppa öllum sykri í smátíma. Ég ætlaði að taka 4 geggjaðar vikur í mars, svona til að spara í rassinn á mér en það urðu bara 10 dagar þar sem eftir kl. 2.46 þann 11.mars þá hugsaði ég um eitthvað allt annað en mat, sætindi, áfengi osfrv.
Þyrfti helst að sparka í rassinn á mér aftur, kannski ef þú bloggar um það sem þú ætlar að gera þá mun það gefa mér innblástur og ég tek mig aftur á.
sem sagt sparKa í rassinn á mér, ekki spara hann (enda væri ég heldur betur til í að eyða honum :)).
Það er alltaf eins; þegar maður á frítt spil finnur maður ekkert til að kaupa! Ég endaði bara í Boots í Chanel rekkanum, alger hamingja :)
Hahaha, það er alveg týpískt. En gott að þú gast Chanelað þig upp! :)
Og eitt mont frá mér (svona fyrst ég fæ að fylgjast svona náið með þér). Í gær hafði ég misst akkúrat 40 kg síðan janúar 2009 (vóg 83.4 kg) og var ekki lítið ánægð. Var líka ekki verra að í gær náði ég að hlaupa 10 km undir 56 mínútum (55:50).
Svo við erum báðar á assgoti góðu róli og djö verðum við flottar þegar við verðum sjötíu og eitthvað. Þegar það gerist, þá skal ég senda þér mynd í pósti frá því hvernig ég var og þar til þann dag! :)
Skrifa ummæli