Ég er vön að strá nokkrum rúsínum yfir jógúrtið sem ég fæ mér svona uþb tvisvar í viku. Í þessari viku skar ég niður eina þurrkaða apríkósu í stað rúsínanna og var mjög ánægð með það. Að auki setti ég apríkósur í haframúffurnar mínar og sé ekki annað en að vel sé. Reyndar þegar ég hugsa um það þá eru þær bara alveg rosalega góðar. Munurinn á rúsínum og apríkósum er að ég get fengið mér eina apríkósu og þarf svo ekki meira. Mig langar hinsvegar alltaf í margar lúkur af rúsínum og þarf alltaf að stoppa mig af. En tek líka fram að ég stoppa mig alltaf af. Fíkn sem ég ræð auðveldlega við og ég þarf lítið að spá í. Mjög áhugavert.
Ég var þreytt eftir sex daga vinnuviku á laugardagskvöld og nennti ekki að elda pollo pimiento eins og ég hafði áætlað og stakk bara heilum kjúlla inn í ofn og grillaði. Gleymdi svo vísvitandi að ég hafði sett 4ra gramma reglu og subbaði bara gömlu góðu tómatsósunni yfir kjúklingabitann minn. (Það eru 24 g af sykri í hverjum 100 í tómatsósu) Diskúteraði svo lengi við Dave hvort þetta væri svindl. Hann hélt því fram að ef tilgangurinn með tilrauninni væri að drepa niður sykurfíkn þá væri tómatsósa í fínu lagi. Ég gangi ekki hringsólandi um húsið rymjandi eftir Heinz og það að fá slettu af tommara á kjúllann minn þýddi heldur ekki að ég yrði viðþolslaus eftir snickers það sem eftir lifði kvölds. Point taken og ég sé hans sjónarmið mjög vel, en ef ég ætla að gera tilraunina vel þá verð ég að fylgja reglunum. Eitt - núll fyrir sykri.
Heimagerður Larabar |
Ég get ekki sagt að ég finni fyrir neinum líkamlegum breytingum, enda stuttur tími liðinn. Þetta er voðalega lítið mál eitthvað. Það verður miklu áhugaverðara að sjá hvað gerist næsta sunnudag þegar hugurinn fer að segja mér að ég eigi nú snickers skilið fyrir dugnaðinn. Ég bíð bara spennt eftir því.
4 ummæli:
Þetta er snilld. Sykurfíkn er staðreind. Ég greip til þess ráðs þegar sykurpúkinn minn öskraði á öxlinni á mér að senda vinkonu minni SMS og deila lönguninni með henni..þetta SMS sló sykupúkann alveg út og ég vann. Eitt núll fyrir mér. En ég elska þessar uppskriftir sem þú hefur sent inn og ég les þær reglulega til að halda mér við....
Haltu svona áfram. Ég er rétt á eftir þér í kílóafjölda, er að komast í 90 kílóin. Er ekki svona dugleg að hlaupa, en það er næsta áskorun. Enda er það hluti af tilverunni að skora reglulega á sjálfan sig...
Kveðja frá Ísladi.
Mér finnst algjörlega frábært að fylgjast með þér!
Hér kem ég inn daglega og verð aldrei fyrir vonbrigðum!!
YOU GO GIRL! ;)
Knúsogkram frá Íslandi
:)
Duglega túttan mín :) Ánægð með þig og blæs á þetta kjaftæði um 2:0 fyrir sykri þegar um er að ræða auma döðlu og tómatsósuskvettu.
Skrifa ummæli