þriðjudagur, 10. maí 2011

Mikið svakalega sem hann var þungur á mér rassinn í morgun. Ég vaknaði og hafði sem betur fer búist við því að ég yrði illskeytt og ómeðfærileg og hafði sett hlaupagallann á bókahilluna við rúmið mitt. Ég var þessvegna komin í hann áður en ég vaknaði almennilega og hafði rænu á að mótmæla af einvherju ráði. Svo leyfði ég mér ekki að fá mér morgunmat; ég hefði stoppað við heima ef ég hefði tafið fyrir mér í eina sekúndu. Minnti sjálfa mig á að ég hafði downloadað nýju lagi á i-podinn og ég myndi heyra það ef ég drifi mig út. Lagði svo af stað. Get ekki logið því að ég hafi hlaupið, þetta var meira labb og skokk en hlaup en betra en ekkert. Og þannig fór ég styttri hringinn minn, þann sem er rétt um fjórir km. Fannst ég vera hundrað og tuttugu kíló, móð og másandi og pungsveitt. Þuldi stanslaust upp fyrir sjálfa mig; "þetta er það sem ÞÚ predikar, það eina sem skiptir máli, að halda alltaf áfram. HALTU ÁFRAM! Nóa kroppið og fylltar lakkrísreimar í gærkveldi (heimþrá) hafa ekkert að segja ef þú kemst inn í góðu rútínuna þína aftur. Þú er meistarinn, þú hefur valdið."

Það er svo auðvelt að láta þetta líta úr fyrir að vera ekkert mál. Ég er alltaf svo jákvæð og bjartsýn. En mergurinn málsins er að að mestu leyti er þetta erfitt og þó þetta verði auðveldara þá forðar það því ekki að hver einasta stund sem maður er vakandi er maður að vinna. Og þessi leið sem ég hef kosið að fara hefur óhjákvæmilega í för með sér að ég þarf stundum að berjast meira en ef ég myndi kjósa algert fráhald. Ég borga margfalt fyrir bestíuhegðun þegar ég þarf að stremma mig svona af. En með smávegis áætlanagerð (hafa gallann tilbúinn, verðlaun í nýju lagi), örlitlu af hörku (drullastu af stað hlussa!) og heilmiklu af loforðum um nýjan kjól (hugsaðu um þennan bleika í stærð 14!!) er þetta hægt. Þetta er ekki auðvelt. En ég get bara ekki gefist upp núna.

3 ummæli:

Guðlaug Einarsd. sagði...

Ótrúlegt hvað tónlist getur verið mikil hvatning. Bæði hlakkar maður til að detta í eigin hugarheim og hlusta og er svo öllu geðbetri með rétta tónlist í eyrunum :)

Inga Lilý sagði...

Go GO GOOOOO!!!

Hrikalega ánægð með þig stelpa, gott að hunskast út og sparka í rassinn á sér. Manni líður alltaf margfalt betur þegar maður er harður við sjálfa sig! :)

Magga Th. sagði...

Var farin að sakna bloggsins þíns...þetta er sjálfspíning..að hlusta á sykurpúkann væla og vola þegar hann hefur fengið smá breik. Svo situr þetta kvikindi og mærir í eyrun á manni og kaffærir þennan sem á að veita manni stuðning. Dáist að þér. Seinasta nammi helgi var 3 dagar hjá mér og ég gekk næstum því fram af sykurpúkanum af gleði. En bloggið þitt er til og ég les það af miklum áhuga og sæki mér styrk...Múhá..nú kemur vælubíllinn...vahúvahú..