mánudagur, 20. júní 2011

Þegar ég tek skrens eins og í gær hef ég engar áhyggjur af því að ég haldi áfram að borða. Það er ekki lengur hætta á því hjá mér. Meira að segja á meðan ég er að maula nammi á sunnudegi er ég á sama tíma að setja íþróttagallann í töskuna tilbúin til notkunar og búa til eggjahvítuommilettu í morgunmat. Og það var sama sagan í dag, ég vaknaði klukkan 4:55, hoppaði niður stigann og gerði hringþjálfunaræfingar áður en ég fór í vinnu og tók svo fyrstu skipulögðu hlaupaæfinguna í Up & Running þegar ég kom heim úr vinnu. Matur frekar spartanskur í dag svona til að bæta aðeins upp ofát í gær. Og svona geri ég þetta. Ég hef í raun engar áhyggjur af því að ég hætti að æfa og byrji að borða kleinuhringi í morgunmat. Það er alls ekki málið. Það er ekkert að því að fá sér aðeins of mikið að borða öðruhvoru. Það sem fór í taugarnar á mér var ástæðan. Ég vil ekki borða í svona mótmælaþrjóskureiðishendasnuddunniúrvagninumkasti. Ég vil vera búin að læra að díla við tilfinningar á annan hátt en með mat. Og borða svo bara með gleðilátum. En ég geri líka fastlega ráð fyrir því að ég hafi lært eitthvað smávegis af þessu öllu saman. Annað væri nú bara tímasóun. Eru ekki allir í stuði?

3 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Oh, ég held að hausinn minn sé eitthvað skakkt skrúfaður á þessa mánuðina. Ég bara borða út í eitt og hugsa "fokk itt" á meðan ég borða. Vakna svo til að æfa á hverjum morgni og er þá illa pirruð yfir átinu.

Ég meina, maður æfir daglega en svo borða ég bara það mikið eða það óhollt að vigtin stendur í stað. Er meira að segja að fara til Hawaii eftir rúmlega 2 vikur og ætlaði sko að sjá 79.9 þegar ég færi en neibb, fór úr 81.8 í 83 á einni viku. Klöppum fyrir kellingunni sem borðar út í eitt og spáir ekkert í hvað hún setur í kroppinn!!

Ég öfunda þig svoo að vera svona dugleg, veit alveg að ég gæti það líka en er í svo rugluðu mind set-i að ég fæ mig ekki í það.

Áfram þú, haltu áfram að vera svona dugleg að æfa og borða rétt þú ofurduglega kona.

murta sagði...

Hawaii, ummmmmm... þar vildi ég vera :) Lukkan yfir þér!

Hanna sagði...

Upp med ærnar!! Tetta líkar mér ad sjá :-) Knús á tig kelling.