sunnudagur, 19. júní 2011

Og svo koma vikur sem þessar. Ég gerði allt samkvæmt bókinni; matur og hreyfing, var jákvæð og hress. (Nei, ég lýg því, ég var reið inni í mér í tvo daga.) Engu að síður þyngist ég um hálf kíló. En það eru líka vikur sem þessar sem sýna úr hverju maður er gerður. Það skilar engu að hlusta á litlu röddina sem vælir að maður ætti að gefast upp. Að þetta virki aldrei. Þegar það koma vikur sem þessar seilist maður inn í sjálfan sig og nýtur styrksins sem þar er. Það gefur meira að halda ró sinni þegar það koma vikur sem þessar en að fagna þegar lýsið lekur. Ég segist svo bara hafa verið á túr og með hægðatregðu og að þetta fari í næstu viku?

Engin ummæli: