Enda greinilega ánægð með fyrirhöfnina. Hljóp hratt og örugglega. Sveitt og kát í bakgarðinum heima. |
Með skrifstofubygginguna í baksýn. Maður verður víst að mæta í vinnuna til að fá útborgað. Bölvað vesen bara. Ég er á fjórðu hæð og nota sjaldan lyftuna, fæ auka líkamsrækt þar. |
Best að byrja daginn á morgunmat; eggjamúffa og gulrótarkaka, vatn og kaffi. Og skrifa svo af nokkur lán. Afhverju gerir það enginn fyrir mig? |
Ahh, rétt fyrir ellefu er gott að fá sér smá pásu og gríska jógurt með blá-og hindberjum. Spjalla aðeins við Rob um hvað eigi að gera um helgina. Vinna í mínu tilviki. |
Af því að ég var ekki með neitt kolvetni í blómkálssalatinu þá get ég fengið mér quinoaeplaköku í eftirrétt. Mikil lukka sem það er, ekkert finnst mér betra en eftirréttir. |
Zombie Monkey hangir á veggnum mínum í vinnunni og heldur mér félagsskap. |
Svo er ekki eftir neinu að bíða, klukkan fjögur fer ég heim og á afslöppunartíma í strætó. Einn og hálfur tími þar sem ég plana matseðil, les bók, hugsa og skoða mannlífið. Sem er margbreytilegt. |
Stoppa við í Co-Op á leiðinni heim. Svona lukka yfir mér; tojarinn á tilboði, 18 rúllur á 5 pund! Eins gott, því allar þessar trefjar eru alveg að fara með mig. |
Drífa þvottinn á snúru, reyna að ná síðustu sólargeislunum. Mikið sem mér leiðist þvottur. Ég alveg tek út fyrir það heimilisverk. Ojbara. |
Ég stoppa við og fæ mér eftirmiðdegissnarlið dáltíð seint í dag, lófafylli af möndlum og skeið af jógúrt. Hef bara ekki tíma í fínerí. |
6 ummæli:
Skemmtilegt fyrir gamla settið þitt að fá að fylgjast með deginum þínum svona myndrænt. Er ekki allt í lagi með Dave?
Hahah, hann alveg neitar að sitja fyrir. Eins og hann er sætur :)
Þú gætir laumast til að mynda hann bara fyrir okkur.
Jeij, en ótrúlega skemmtilegt blogg, ég alveg elska svona myndablogg (sennilega af því að ég er svo forvitin af guðs náð). Ekkert lítið fallegur bær sem þú átt heima í, ég ætti kannski að taka myndir af mínu morgunskokki og sína þér mitt umhverfi sem er aaaaaðeins öðruvísi.
Eigðu góða helgi
Endilega! Ég er voðalega forvitin líka! :)
það er stórskemmtun að heimsækja síðuna þína :)!
kær kveðja af álftanesinu,
sigga dóra
Skrifa ummæli