Í þessari viku hef ég ákveðið að rétt skuli vera rétt. Og það er óréttlátt að ég þurfi að miða þyngd mína við aðrar meðalkonur af minni hæð sem klárlega þurfa ekki að burðast um með 6 kíló af mjólkurkirtlum með sér. Í nafni réttlætis og alls þess sem er fallegt og gott hef ég því ákveðið að draga 2.5 kíló af heildarþyngd minni til að jafna leikinn. Og segist því hér með vera 84.5 kíló í réttlátum og jöfnum heimi.
Í næstu viku; Ég rannsaka meðalþyngd mannshöfuðs og leiði líkur að því að ég sé óeðlilega höfuðstór. Hver segir svo að það sé erfitt að létta sig? Þetta er bara spurning um réttlæti og meðaldreifingu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli