mánudagur, 4. júlí 2011

Mikið óskaplega var gaman á hlaupaæfingu í kvöld. Fyrsti hluti æfingarinnar var nefnilega valhopp. Já, ég valhoppaði um þorpið. Ég var algölluð í adidas frá toppi til táar, ægileg pró útlítandi með i-pod á handleggnum, labbaði aðeins um og byrjaði svo að valhoppa. Ég reyndi eins og ég gat að vera einbeitt á svip, taldi aðeins í, kinkaði kolli svona eins og til að segja "góð æfing, flott" en gafst svo upp á því og byrjaði bara að valhoppa í frjálsu formi með gleðilátum og hamingju. Mikið sem þetta var gaman. Og samkvæmt þjálfaranum þá kennir valhoppið manni ýmislegt sem hjálpar til við hlaupin og ef það kennir mér form og tækni þá er ég meira en til í að hoppa um.

Og svo gat ég ekki annað en hoppað aðeins um af kátínu þegar fyrsta uppskriftin mín birtist á Heilsupressunni í dag. Ég var bara voðalega stolt að sjá nafnið mitt "á prenti". Og ef ég get dreift aðeins boðskapnum þá hlýtur það að vera af hinu góða. Og ég er með fullt af djúsí samsetningum í bígerð.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá einmitt uppskriftina í gær :-) Stolt af þér vinkona...þetta er bara byrjunin!
Knús og kiss, Ólína

murta sagði...

Takk fyrir það :) Þetta kemur allt með kalda vatninu xx

Inga Lilý sagði...

Vá hvað ég verð að prófa að valhoppa, ætti að vera fróðlegt að sjá mann.

Tók annars myndir í hjólatúrnum mínum í morgun (hjólaði í fyrsta skiptið í rúmt ár, ákvað að breyta aðeins til frá hlaupunum) svo ef þú vilt sjá Tokyo kl. 6 að morgni þá eru hér nokkrar myndir. Fyrsta er af Omotesando, næsta Aoyama dori, þriðja af Azabu-Juban gatnamótunum og svo ein sveitt af mér að lokum! :)

http://yfrog.com/gzrdqoycj
http://yfrog.com/h891zhcj
http://yfrog.com/h2qszzgij
http://yfrog.com/hsoe9koj

Og þá veistu það! :)

murta sagði...

Inga Lilý,

Skv þjálfaranum þá kennir valhopp manni að nota fæturnar meira akvtívt, að lyfta hnjám betur og að nota meiri kraft í spyrnuna frá jörðinni. Maður á að lyfta sér áfram, ekki upp. Og ég er ekki frá því að þetta svínvirki!

Rosalega gaman að sjá myndirnar og já, það er dáltíð öðruvísi að hlaupa í Tokyo og í Rhos!

PS Þú virkar alveg þveeeeengmjó :)

Inga Lilý sagði...

Já ég held að ég verði að prófa þetta valhopp, til í allt sem bæta hlaupin mín. Veit þó núna að ég get klárað hálfmaraþon en væri til í að eiga aaaaðeins auðveldara með það en síðast... :)

ps. mesta spikið er farið úr andlitinu en slaaaatti eftir á lærum og fleiri stöðum, þess vegna eru andlitsmyndir skemmtilegastar núna.

Nafnlaus sagði...

Diverse income may perhaps be numerous methods from permitting from the forfeit space to successfully looking for paid off parttime
venture. モンクレール ダウン,I will be Seven wiks conceived
i choose to halt a pregnancy i am or her making your way to purchase cytotec yet
instant messaging neglected we make a amount of sytotec
and in many cases ,moncler ダウン,there isn't any begin just what exactly do i require to help must i logement to help cease my personal carrying a child for reasons unknown with that in mind i will not ,モンクレール ダウン メンズ,understand what just the thing exactly ought i conduct allow might you.Also visit my web site:http://monclermax.com/
Here is my homepage :: moncler ダウン