sunnudagur, 28. ágúst 2011

Ég aulaðist til að missa myndavélina mína í gólfið í gær og hún laskaðist þónokkuð. Við fórum með hana í viðgerð sem gæti tekið dálítinn tíma. Og jafnvel ekki svarað kostnaði. Ég þarf að bíða með úrskurð um það. Ég er eins og handleggsbrotin svona myndavélarlaus, gat ekki myndað kvöldmatinn í gær (Grænmeti bakað með smjörbaunum, geðveikislega gott) né quinoa brauðið sem ég bakaði í morgun. Þetta er bara alveg ómögulegt.

Það er svo löng helgi hjá okkur núna, frí á mánudegi. Ekki er ég nú alveg með á hreinu afhverju, þessir bank holiday mondays virðast hafa glatað merkingu sinni að mestu leyti hjá fólki. Ég segi bara já takk og slaka á heima. Við ætluðum að fara á "Hog Roast" á Horse & Jockey, einum af hverfispöbbnum okkar en það er hálfleiðinlegt veðrið í dag og ég nenni ekki að borða heilgrillaðan grís úti ef það er engin sól. Sjáum aðeins til, það er ennþá snemmt. Annars þá er ég löt í dag, er enn í náttfötunum og hef ekki gert neitt af þeim húsverkum sem ég hafði sett mér fyrir. En hver nennir svo sem alltaf að vera að strjúka af þessu drasli heima hjá sér? Ég hef meira að segja ekki hugsað mikið í dag. Og það er líka stundum bara ljómandi gott að fá frí frá pælingunum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Engin myndavél á gsm? Ég nota símann nánast eingöngu í svona myndatökur því það er svo auðvelt að senda hana rafrænt yfir á tölvuna :) Kv. Heiða

murta sagði...

Jú, myndin af tánum mínum hér fyrir neðan er tekin á símann. Mér finnast þær bara ekki jafn fallegar og úr myndavélinni.