fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Hungrið nagaði mig að innan og utan þegar ég kom heim úr vinnu. Og ég hugsaði mig um í tvær sekúndur áður en ég ákvað að fá mér ristað brauð með jarðaberjasultu. Ristað brauð með jarðaberjasultu hefur hingað til verið á bannlista, og alveg sérstaklega bannað klukkan hálf sex á fimmtudagseftirmiðdegi. En nú þegar ég má borða það sem mig langar í án samviskubits er ristað brauð með jarðaberjasultu sjálfsagt mál. Ég ákvað að rista bara eina sneið, það er bara vani að setja brauð í báðar rifurnar á ristavélinni, og svo ef ég væri enn svöng eftir eina sneið, nú þá fengi ég mér bara aðra. Málið er að borða þegar ég er svöng, mat sem mig langar í, en borða bara þangað til ég er mett. En svo tafðist ég við stúss, fór svo að sópa eldhúsgólfið og fattaði þegar ég var að því að ég var ekki svöng. Mig langaði i eitthvað í munninn en vantaði ekkert í magann. Og beið þessvegna aðeins. Og beið. Og beið. Og ég var ekki svöng fyrr en rúmlega sjö. Eldaði þá bara mat, maísstöngla og sloppy joes og borðaði þar til ég var mett. Þetta var gífurleg upplifun. (Vá, hvað ég lifi spennandi lífi!) Ég þarf greinilega að vinna heilmikið í að læra að þekkja hungur, og svo það sem er flóknara að þekkja þegar ég orðin södd. Það er næsta mál.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli