fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Nú er allt að verða klárt fyrir lokaverkefnið mitt á hlaupanámskeiðinu Up & Running. Ég er búin að gera allar æfingarnar, og nokkrar aukalega, síðustu 8 vikurnar og er núna tilbúin til að hlaupa 5 kílómetra á laugardagsmorgun klukkan 9:00. Ég setti saman að gamni atburð á Facebook og bauð fullt af fólki að hlaupa eða gera eitthvað hressilegt "með" mér. Mig langaði til að taka þátt í alvöru hlaupi en bara fann ekkert hér í nágrenninu og þetta var besta lausnin sem ég fann til að búa til svona spenning og tilhlökkun sem mér finnst nauðsynleg svo ég hlaupi þetta örugglega alla leið og á sómasamlegum tíma. Ég er búin að setja mér markmiðið 36 mínútur en er að gæla við annan tíma (mun minni) svona inni í mér. Þetta er búið að vera eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Æfingarnar sjálfar alveg frábærar og ég er t.d búin að hlaupa núna í tvo mánuði sársaukalaust! sem er með ólíkindum. Stuðningurinn frá hinum þáttakendum alveg frábær og ég myndi segja að sé búin að eignast vinkonur út um allan heim. Og ég er búin að skrá mig í framhaldsnámskeið til að viðhalda þessu. Ég bara get varla beðið eftir laugardagsmorgni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Jiii er bara komið að þessu. Ég er ansi hrædd um að ég nái ekki að hlaupa "með þér" enda verður klukkan um 5 að eftirmiðdegi og það er ekki beint spennandi að hlaupa þá um götur Tokyo borgar.
Ég hlakka mikið til að heyra hvernig gekk og ég er handviss um að þú náir amk 33:20 (9 km/klst), engin spurning.
Gangi þér alveg ofurvel
Ég ætlaði að senda þér tölvupóst og segja þér að vera með en fattaði einmitt tímamuninn. Og þetta er einmitt tíminn sem ég er að gæla við. Gúlp! :)
Sá að þú varst að spá í Garmin-úri... en þangað til þú fjárfestir væri sniðugt að skoða þetta: www. endomondo.com.
Ég dl-aði þessu á símann minn og nota símann sem gps á hlaupum. Hann sýnir manni pace (min/km), heildartíma, vegalengd og lætur vita á hvaða tempói maður er eftir hvern kílómetra. Svo geturðu uploadað æfingunni á endomondo.com og átt æfingadagbók þar. Og það besta er að þetta er alveg ókeypis :)
Skrifa ummæli