fimmtudagur, 15. september 2011

Afmælis-og eða jólagjafalistinn. Voðalega sem mig langar alltaf í allskonar dót.

Garmin 305 Eftir miklar pælingar þá er ég komin á að þessi gerð henti mér og minum þörfum best. Ég sá það hjá Ólínu og Hörpu þegar við hlupum um Chester og það er mun nettara en ég hafði haldið. Og þó Nike+ græjan mín geri alveg sömu hlutina þá er það ekki jafn nákvæmt mælitæki. Mig vantar líka púlsmælinn. Fyrir verð er Garmin 305 það besta fyrir mig. Ég fæ svona herping í magann mig langar svo í það.

Nú þegar fer að kólna úti og færðin ekki sú hin sama og var í sumar vantar mig vetrarhlaupaskó. Adidas Kanadia  uppfylla mínar kröfur um verð og gæði og svo eru þeir lika geðveikt flottir.

Hvað get ég sagt? Mig langar bara í  Nike úlpa.

Ég hefði ekki trúað því sjálf að  Sokkar skiptu máli við hlaup en þeir gera það. Ég á tvenn pör af alvöru hlaupasokkum og vantar fleiri.

Ég stal húfu frá Lúkasi í fyrra en langar í mína eigin í ár. Húfa og vettlingar er náttúrulega lífsnauðsynleg til að halda heilsu þegar útivist er stunduð.

Foam roller er svona líka ljómandi sniðug aðferð til að ná úr vöðvum allri þreytu og hnútum. Ég hef líka lesið að foam rolling geti hjálpað svona hnéveiklingum eins og mér.

Og hitt er það svo að það eru kenningar sem segja að það sé betra fyrir hné að hlaupa berfætt. Ég er nú kannski ekki alveg komin á það að vilja spranga um með naktar tær en mig langar engu að síður voðalega til að prófa svona meira minimal hlaup. Svo eru þeir líka bara svo rosalega flottir. Og það er svo gaman eiga flott dót.
2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu þetta Foam roller er víst ægilega sniðugt, Hákon mágur minn í Höfninni var að kaupa sér eitt slíkt og þetta á víst að leysa vöðvabólgu, beinhimnubólgu og ég veit ekki hvað og hvað...
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Svava, bestu kveðjur Sandra Dís

murta sagði...

Já, það eru allir ægilega ánægðir með að rúlla sér!