sunnudagur, 18. september 2011


Ég bý í Wales. Og í Wales rignir. En það skiptir litlu máli þegar maður er með hlaupabólu og á peysu sem blotnar að utan en er þurr að innan. Hverslags vísindi eru það eiginlega? Ég held meira að þetta séu galdrar. Hlaupapeysa hönnuð af galdraköllum. 7 km á 47 mínútum í morgun. Ég er alltaf að spítta í. Og þegar ég hleyp verður allt í lagi með allt hitt draslið. Ég get sett það allt i samhengi og ég sé stóru myndina. Með hausinn í andartakinu. Hvílík gleði. Lífsins tóník og elexír.

6 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég er endalaust þakklát forsjóninni fyrir það hvað ég fékk klára, duglega og skemmtilega stelpu.

Steina sagði...

Mikið rosalega ertu orðin mikill kroppur kona!!! ;)

murta sagði...

Mamma! Þú gerðir mig að því sem ég er :)

Og já, ég er svaka kroppur :D

Nafnlaus sagði...

vá flott!!! og rosa grönn læri! snillingur :)

Nafnlaus sagði...

Hörkuskvísa! Og djö dugnaður í hlaupunum hjá þér kona! :)
-Ásta

Nafnlaus sagði...

Hvað heitir svona snilldar peysa á fagmáli? Þarf nauðsynlega að fá mér svona ;)