sunnudagur, 11. september 2011

Ég reyni eftir fremsta megni að borða hreint. Og til að borða hreint er best að útbúa matinn sinn sjálfur. Þar sem morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins er sérlega mikilvægt að leggja alúð við hann. Ég trúi ekki öðru en að þessar múffur eigi eftir að vera frábært eldsneyti fyrir daginn, bæði fyrir sál og líkama. Grunnhugmyndin er haframúffurnar mínar en eru hér eiginlega í öðru veldi. Haframúffur fyrir fullorðna. Og með bolla af flóaðri sojamjólk og þéttu kaffi frá Súmötru hreinlega táraðist ég af hamingju yfir því að hafa lært nógu mikið til að geta greint að þetta er svo miklu, miklu betra en Lucky Charms.


1 1/2 bolli grófir hafrar
1/2 bolli heilhveiti
2 msk flax (malað) Þessu má sleppa, mér finnst gott að hafa það með fyrir góða fitu og almenna hollustu
1/4 bolli sólblómafræ (eða graskersfræ eða hvað sem er)
1/4 bolli ristaðar pekanhnetur, gróft hakkaðar (eða hvaða hnetur eða möndlur sem er, vil bara benda á að rista þær er milljón sinnum betra)
1/4 bolli þurrkaðir ávextir (ég notaði blöndu af rúsínum, apríkósum og kirsuberjum)
1/4 bolli cacao nibs (þeim má sleppa eða nota öggulítið af sykurlausu súkkulaði)
1/2 tsk gott salt
1 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
Allt í skál og blandað saman.

1 egg
11/2 bolli sojamjólk (eða mjólk sem til er, soja er bara svo góð af því að það er svona "feitt" bragð af henni. En það er nú kannski bara ég.)
rúm tsk vanilludropar
1 væn msk kókósolía
1/4 bolli pálmasykur (eða 2 msk hunang)
Allt blandað saman og svo blandað nett við hafrablönduna. Sett í sílíkon muffins form og bakað í 30 mín við 190 gráður. 8 múffur allt í allt. Blandan virkar þunn og blaut en treystið mér, þær eru æði.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég verð glöð í hjartanu, bara með að lesa uppskriftina. Get ekki beðið með að koma heim og prófa þetta gúmmulaði.

murta sagði...

Veistu mamma, ég er búin að vera að narta í eina á hverjum morgni núna síðan á sunnudag og ég held að þetta sé bara besta uppskriftin mín. Ég er ekkert smá ánægð með þessa.