mánudagur, 12. september 2011
Það má vera að ég hreinlega gubbi af spenningi akkúrat núna. Ég er búin að skrá mig í og borga þáttökugjald í 10 km kapphlaupi. Og þegar ég segi kapphlaupi þá meina ég kapphlaupi. Ég er nefnilega núna komin í framhaldshópinn í Up & Running og það er aðeins meiri alvara í 10 km þjálfuninni. Aftur þurfum við að taka þátt í hlaupi þegar námskeiðinu lýkur til að marka hversu langt við höfum náð. Og í þetta sinnið samþykkir þjálfarinn ekki svona virtual hlaup eins og ég gerði fyrir 5km lokaverkefnið. Við verðum að finna alvöru hlaup. Helst helgina 5-6. nóv, en hvenær sem er þar í kring er í lagi. Og að sjálfsögðu er ekkert um þessi skemmtilegu Hallóween skemmtihlaup hér í grenndinni á þessum tíma. Ég bý í alvörunni í Rassgati og Bala. Eina skipulagða hlaupið nálægt mér er alvöru kapphlaup. Með takmarkaðri þáttöku 300 manns, peningaverðlaunum og medalíum. Hér í Wrexham tökum við þetta af alvöru og festu. Í fyrra kom fyrsti maður í mark á rúmum 30 mínútum. (!!!). Fyrsta kona á tæpum 37. (!!!!!) Sá allra síðasti kom í mark á 76 mínútum og meðalhraði var uþb 62 mínútur. Ég er sannfærð um að ég geti gert þetta. Ég verð kannski síðust í mark en ég er harðákveðin í að ég geti þetta. Eina vandamálið er að hlaupið er ekki fyrr en 4. desember. Mig vantar enn að fatta upp á hvað ég geri til að geta skráð 10 km hlaup í nóvember. Það er víst engum ofsögum sagt að ég sé spennt. Hún hafði rétt fyrir sér þjálfarinn; það fókusar alla þjálfunina að hafa kapphlaup að stefna að.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
JÖSS!! Þú átt eftir að rústessu. Og sénsinn að þú komir inn síðust! Ég held að það sé eðlilegur ótti hvers einasta hlaupara, en ég held þú eigir eftir að rústessu ;)
Já segjum við það ekki bara?! :)
Skrifa ummæli